Aldrei verið í betra formi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir er orðin okkar allra reyndasta afrekskona frá upphafi enda nú á leiðinni á sitt tólfta stórmót á ferlinum. Hún hefur þegar keppt á fjórum heimsmeistaramótum og fimm Evrópumeistaramótum og nú er komið að þriðju Ólympíuleikunum. Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér örugglega að gera flotta hluti á leikunum í Ríó og sæti í úrslitunum hlýtur að vera markmið númer eitt, tvö og þrjú. Hún var í úrslitum á EM í Amsterdam í sumar og náði þar áttunda sæti. Það ýtir undir væntingar að hún geti komist í hóp bestu spjótkastara heimsins eins og á síðustu Ólympíuleikum. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta eru 32 keppendur og hún er sett í 29. sæti á upphaflega keppendalistanum. Við erum að horfa á það að komast í tólf manna úrslit. Það er möguleiki en verður ekki auðvelt,“ sagði Írinn Terry McHugh, þjálfari Ásdísar og talsmaður hennar gagnvart fjölmiðlum í aðdraganda keppninnar. Það er örugglega enginn búinn að gleyma því þegar Ásdís kastaði 62,77 metra í undankeppninni á ÓL í London fyrir fjórum árum og var með því komin í úrslit eftir aðeins eitt kast. Ásdís náði ekki alveg að fylgja því eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu sem er engu að síður frábær árangur. „Ég var ekki með henni fyrir fjórum árum en það var frábært hjá henni að komast í úrslitin þá. Það er frábært að koma á Ólympíuleikana og komast í úrslit þegar þú ert ekki í hópi tólf efstu á styrkleikalistanum,“ sagði Terry McHugh.Hrósar sálfræðingnum Þá þurfti 62 metra kast til að tryggja sig beint inn í úrslit en nú hefur sú tala verið hækkuð upp í 63 metra. Ásdís þarf því nýtt Íslandsmet ætli hún að komast beint í úrslit aðra leikana í röð en gott kast sem nær þó ekki 63 metrum getur alltaf dugað henni til að vera ein af þeim tólf bestu. „Það sem ég get sagt er að Ásdís hefur aldrei verið í betra formi líkamlega og það er virkilega mikilvægt. Ég get líka fullyrt það að hún er það líka andlega. Það er íþróttasálfræðingur að vinna með hópnum og það hefur hjálpað Ásdísi mikið,“ segir Terry og er þar að vísa til Hafrúnar Kristjánsdóttur sem hefur verið úti með íslenska hópnum allan tímann. „Það hjálpar henni að hafa farið á öll þessi stórmót en það breytir ekki fyrirkomulaginu og hvernig hún kemst í úrslit. Hún verður að vakna og fara í undankeppnina og þar byrja allir með núll. Það hafa allir burði til þess að ná 63 metra kasti þó að það væri nýtt persónulegt met hjá henni. Allir í keppninni eiga mögulega á því að komast í úrslitin,“ sagði Terry McHugh.Allt galopið í keppninni Hann sér fram á harða og jafna keppni um þessi tólf eftirsóttu sæti í úrslitunum sem fara fram aðfaranótt föstudagsins. „Vanalega getur maður auðveldlega verið viss um að fimm eða sex keppendur séu öryggir áfram en þegar ég horfi á þennan lista þá kemur í ljós að þetta er galopið. Það er engin þarna sem getur kastað 70 metra og ef Ásdís kemst í úrslitin þá er allt opið þar,“ sagði Terry. Ásdís náði áttunda sætinu á EM í Amsterdam á dögunum og kynntist því þá í fyrsta sinn að kasta sex sinnum í úrslitum. „Það hjálpar upp á sjálfstraustið. Vanalega er Evrópulistinn svipaður og heimslistinn en nú eru þrjár kínverskar líklegar sem og sterkar stelpur frá Suður-Afríku og Ástralíu. Það eru því fimm öflugar að koma inn í þessa keppni frá EM. Ásdís endaði í 8. sæti á EM og þegar við bætum þessum fimm við þá er hún í mjög hættulegri stöðu,“ sagði Terry. Ásdís hefur oft verið aðeins einu sæti frá úrslitum stórmóts og það er fátt leiðinlegra.Getur kastað lengra en á EM „Ásdís getur kastað lengra en hún gerði á EM. Það var samt mjög gott hjá henni að ná áttunda sætinu þar. Tólf er góð tala en það væri risastórt skref fyrir hana að komast þangað úr 29. sætinu þar sem hún er sett á styrkleikalista keppninnar,“ sagði Terry. Það var mikill munur á frammistöðu Ásdísar á milli Ólympíuleika en í Peking fyrir átta árum gerði hún ógilt í fyrstu tveimur köstum sínum, náði ekki að kasta yfir 50 metra og endaði að lokum í 50. sæti. Að þeirri biturri reynslu bjó hún fjórum árum síðar og nú árið 2016 og eftir öll þessi stórmót er ástæða til að búast við góðum árangri hjá Ásdísi. Ásdís hefur farið í úrslit á þremur af ellefu stórmótum sínum en nær hún að fylgja eftir flottu Evrópumeistaramóti? „Hún er í mjög góðu formi og hún getur komist í úrslit. Mun hún ná því fram í þessum þremur köstum, það er spurningin sem allir keppendurnir eru að spyrja sig um og ekki bara hún,“ sagði Terry. Sæti í úrslitunum getur breytt öllu að hans mati. „Ég er sannfærður um það að ef Ásdís kemst í úrslit og fær tækifæri til að byrja upp á nýtt tveimur dögum síðar þá á hún möguleika á verðlaunum eins og hinar. Það er bara svo stórt skref að komast í úrslitin,“ sagði Terry. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er orðin okkar allra reyndasta afrekskona frá upphafi enda nú á leiðinni á sitt tólfta stórmót á ferlinum. Hún hefur þegar keppt á fjórum heimsmeistaramótum og fimm Evrópumeistaramótum og nú er komið að þriðju Ólympíuleikunum. Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér örugglega að gera flotta hluti á leikunum í Ríó og sæti í úrslitunum hlýtur að vera markmið númer eitt, tvö og þrjú. Hún var í úrslitum á EM í Amsterdam í sumar og náði þar áttunda sæti. Það ýtir undir væntingar að hún geti komist í hóp bestu spjótkastara heimsins eins og á síðustu Ólympíuleikum. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta eru 32 keppendur og hún er sett í 29. sæti á upphaflega keppendalistanum. Við erum að horfa á það að komast í tólf manna úrslit. Það er möguleiki en verður ekki auðvelt,“ sagði Írinn Terry McHugh, þjálfari Ásdísar og talsmaður hennar gagnvart fjölmiðlum í aðdraganda keppninnar. Það er örugglega enginn búinn að gleyma því þegar Ásdís kastaði 62,77 metra í undankeppninni á ÓL í London fyrir fjórum árum og var með því komin í úrslit eftir aðeins eitt kast. Ásdís náði ekki alveg að fylgja því eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu sem er engu að síður frábær árangur. „Ég var ekki með henni fyrir fjórum árum en það var frábært hjá henni að komast í úrslitin þá. Það er frábært að koma á Ólympíuleikana og komast í úrslit þegar þú ert ekki í hópi tólf efstu á styrkleikalistanum,“ sagði Terry McHugh.Hrósar sálfræðingnum Þá þurfti 62 metra kast til að tryggja sig beint inn í úrslit en nú hefur sú tala verið hækkuð upp í 63 metra. Ásdís þarf því nýtt Íslandsmet ætli hún að komast beint í úrslit aðra leikana í röð en gott kast sem nær þó ekki 63 metrum getur alltaf dugað henni til að vera ein af þeim tólf bestu. „Það sem ég get sagt er að Ásdís hefur aldrei verið í betra formi líkamlega og það er virkilega mikilvægt. Ég get líka fullyrt það að hún er það líka andlega. Það er íþróttasálfræðingur að vinna með hópnum og það hefur hjálpað Ásdísi mikið,“ segir Terry og er þar að vísa til Hafrúnar Kristjánsdóttur sem hefur verið úti með íslenska hópnum allan tímann. „Það hjálpar henni að hafa farið á öll þessi stórmót en það breytir ekki fyrirkomulaginu og hvernig hún kemst í úrslit. Hún verður að vakna og fara í undankeppnina og þar byrja allir með núll. Það hafa allir burði til þess að ná 63 metra kasti þó að það væri nýtt persónulegt met hjá henni. Allir í keppninni eiga mögulega á því að komast í úrslitin,“ sagði Terry McHugh.Allt galopið í keppninni Hann sér fram á harða og jafna keppni um þessi tólf eftirsóttu sæti í úrslitunum sem fara fram aðfaranótt föstudagsins. „Vanalega getur maður auðveldlega verið viss um að fimm eða sex keppendur séu öryggir áfram en þegar ég horfi á þennan lista þá kemur í ljós að þetta er galopið. Það er engin þarna sem getur kastað 70 metra og ef Ásdís kemst í úrslitin þá er allt opið þar,“ sagði Terry. Ásdís náði áttunda sætinu á EM í Amsterdam á dögunum og kynntist því þá í fyrsta sinn að kasta sex sinnum í úrslitum. „Það hjálpar upp á sjálfstraustið. Vanalega er Evrópulistinn svipaður og heimslistinn en nú eru þrjár kínverskar líklegar sem og sterkar stelpur frá Suður-Afríku og Ástralíu. Það eru því fimm öflugar að koma inn í þessa keppni frá EM. Ásdís endaði í 8. sæti á EM og þegar við bætum þessum fimm við þá er hún í mjög hættulegri stöðu,“ sagði Terry. Ásdís hefur oft verið aðeins einu sæti frá úrslitum stórmóts og það er fátt leiðinlegra.Getur kastað lengra en á EM „Ásdís getur kastað lengra en hún gerði á EM. Það var samt mjög gott hjá henni að ná áttunda sætinu þar. Tólf er góð tala en það væri risastórt skref fyrir hana að komast þangað úr 29. sætinu þar sem hún er sett á styrkleikalista keppninnar,“ sagði Terry. Það var mikill munur á frammistöðu Ásdísar á milli Ólympíuleika en í Peking fyrir átta árum gerði hún ógilt í fyrstu tveimur köstum sínum, náði ekki að kasta yfir 50 metra og endaði að lokum í 50. sæti. Að þeirri biturri reynslu bjó hún fjórum árum síðar og nú árið 2016 og eftir öll þessi stórmót er ástæða til að búast við góðum árangri hjá Ásdísi. Ásdís hefur farið í úrslit á þremur af ellefu stórmótum sínum en nær hún að fylgja eftir flottu Evrópumeistaramóti? „Hún er í mjög góðu formi og hún getur komist í úrslit. Mun hún ná því fram í þessum þremur köstum, það er spurningin sem allir keppendurnir eru að spyrja sig um og ekki bara hún,“ sagði Terry. Sæti í úrslitunum getur breytt öllu að hans mati. „Ég er sannfærður um það að ef Ásdís kemst í úrslit og fær tækifæri til að byrja upp á nýtt tveimur dögum síðar þá á hún möguleika á verðlaunum eins og hinar. Það er bara svo stórt skref að komast í úrslitin,“ sagði Terry.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira