Hún er með sína eigin fatalínu sem heitir einfaldlega Victoria Beckham en núna mun hún gefa út sína eigin förðunarlínu í samstarfi við Estée Lauder. Línan inniheldur helstu nauðsynjavörurnar sem að Victoria notar á hverjum degi en hún útskýrir hvernig hún notar þær í myndbandinu hér fyrir neðan.
Förðunin hennar tekur aðeins fimm mínútur að skella á sig en hún er einföld og látlaus. Það verða eflaust margar konur sem munu nýta sér þetta einstaka tækifæri og næla sér í förðunarvörur sem eru hannaðar af einni smekklegustu konu heims.