Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 2-0 | Valsmenn bikarmeistarar annað árið í röð - Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 13. ágúst 2016 18:45 Valsmenn fögnuðu af krafti að leikslokum. Myndir/Hafliði Breiðfjörð Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Vals þegar liðið tryggði sér 11. bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins með öruggum 2-0 sigri á ÍBV á Laugardalsvelli í dag. Bæði mörkin komu á fyrstu 20 mínútum leiksins en Valsmenn voru mun sterkari aðilinn í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sigurður Egill kom Val yfir á 8. mínútu þegar hann lék skemmtilega á Jonathan Barden, fór framhjá Derby Carillo í marki ÍBV og skoraði af öryggi. Hann bætti svo öðru marki við á 20. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir undirbúning Andra Adolphssonar og Kristins Inga Halldórssonar. Staðan var 2-0 í hálfleik og ljóst að Eyjamanna biði erfitt verkefni í seinni hálfleik. Og til að gera langa sögu stutta komust þeir ekkert áleiðis og Valsmenn fögnuðu öruggum sigri. Mörkin úr leiknum ásamt fagnaðarlátum Valsmanna eftir leik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Af hverju vann Valur? Valsmenn virkuðu miklu tilbúnari í leikinn og gengu frá honum á fyrstu 20 mínútum. Það var mikil og góð hreyfing á fremstu mönnum Vals sem gerði Eyjavörninni erfitt fyrir. Þá pressuðu Valsmenn stíft og unnu boltann oft á hættulegum stöðum. Danski miðjumaðurinn Kristian Gaarde var sérlega öflugur í pressunni á meðan fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson sat aftar og einbeitti sér að því að verja vörnina. Sigurður Egill kom Val yfir þegar hann tók boltann skemmtilega framhjá Barden, sem var í vandræðum allan leikinn, lék á Derby og renndi boltanum í netið. Annað markið kom eftir samspil þriggja fremstu manna Vals og var í raun lýsandi fyrir leik liðsins í fyrri hálfleik. Það gerðist lítið í leiknum eftir þessa draumabyrjun Vals. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar spiluðu af skynsemi og áttu ekki í miklum vandræðum með að verjast máttlitlum sóknaraðgerðum ÍBV.Þessir stóðu upp úr Eins og áður sagði voru fremstu menn Vals mjög öflugir. Kristinn Ingi var á sífelldri hreyfingu, tók góð hlaup og var duglegur að opna fyrir samherja sína. Andri spilaði svo sennilega sinn besta leik í sumar og Sigurður Egill var auðvitað hetjan. Hann gleymir þessum leik ekki í bráð. Gaarde átti sem áður sagði flottan leik, duglegur og kraftmikill leikmaður sem fellur vel inn í Valsliðið. Haukur var traustur og vörnin örugg og gaf fá færi á sér.Hvað gekk illa? Eyjamenn mættu í raun aldrei til leiks í dag. Það munaði vissulega miklu fyrir þá að missa fyrirliðann Avni Pepa af velli strax eftir 11 mínútna leik en þá var staðan samt orðin 1-0. Það var vitað að Valsmenn myndu sækja mikið upp vinstri kantinn og Eyjamenn vörðust því ekki nógu vel. Barden var í miklu vandræðum og fékk ekki nógu mikla hjálp frá samherjum sínum. Þá var uppspilið ómarkvisst og Eyjamenn sköpuðu sér lítið. Þeir fengu reyndar tvö ágætis færi eftir mistök Antons Ara Einarssonar í marki Vals og ef skot Mikkels Maigaard sem hafnaði í slánni í byrjun seinni hálfleiks hefði verið örlítið nákvæmara er aldrei að vita hvað hefði gerst. En burtséð frá því voru Eyjamenn einfaldlega lakari aðilinn í dag og áttu fá svör við vel útfærðum leik Valsmanna.Hvað gerist næst? Valsmenn fagna væntanlega vel og innilega enda halda þeir bikarnum á Hlíðarenda og eru öruggir með Evrópusæti að ári. Valsmenn gáfu mikið eftir í fyrra eftir bikarúrslitaleikinn og stærsta verkefni Ólafs er að koma í veg fyrir að það gerist aftur. Valur mætir Víkingi á fimmtudaginn í næsta leik sínum. Eyjamenn eiga mikilvægan leik gegn Fylki á fimmtudaginn. Með sigri fer ÍBV mjög langt með að tryggja veru sína í Pepsi-deildinni en Fylkissigur hleypir spennu í botnbaráttuna.Ólafur: Var ekkert að pæla í þeim Ólafur Jóhannesson vann sinn þriðja bikarúrslitaleik í röð sem þjálfari þegar Valur bar sigurorð af ÍBV, 2-0, á Laugaradalsvellinum í dag. „Þetta var frábærlega gert hjá okkur. Við komum vel inn í leikinn eins og við töluðum um að gera,“ sagði Ólafur í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Valsmenn skoruðu tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. „Það var frábært að fá fyrsta markið snemma og ég tala nú ekki um annað markið. Þá snerist þetta um að opna sig ekki mikið og það gekk frábærlega,“ sagði Ólafur. En bjóst hann við meiru frá ÍBV í seinni hálfleiknum? „Ég veit það ekki, ég er ekkert að pæla í því. Við vissum að þeir myndu koma hærra á okkur og senda langa bolta. „En við töluðum um það í hálfleik og hvernig við ættum að verjast því,“ sagði Ólafur alsæll enda búinn að gera Val að bikarmeisturum tvö ár í röð.mynd/hafliði breiðfjörðSigurður Egill: Spennustigið var mjög gott Sigurður Egill Lárusson var hetja Vals þegar liðið tryggði sér sinn 11. bikarmeistaratitil í sögu félagsins með 2-0 sigri á ÍBV í dag. Sigurður Egill skoraði bæði mörkin á fyrstu 20 mínútum leiksins og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Þetta var frábær leikur, við byrjuðum vel og það var gott að fá mark strax,“ sagði Sigurður Egill í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. „Mér fannst spennustigið hjá okkur vera mjög gott og við höfðum reynsluna frá því í fyrra fram yfir Eyjamennina,“ sagði Sigurður Egill en Valsmenn unnu KR í bikarúrslitum í fyrra með sömu markatölu. „Við bjuggum að reynslunni frá því í fyrra og það skipti virkilega miklu máli.“ Fyrra mark Sigurðar Egils var sérlega fallegt en þá tók hann boltann skemmtilega með sér framhjá Jonathan Barden, hægri bakverði ÍBV. „Ég er búinn að æfa þetta á síðustu æfingum,“ sagði Sigurður Egill að lokum.Bjarni: Vantaði alla baráttu og kraft í okkur Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sagði að bikarúrslitaleikurinn gegn Val hafi tapast í fyrri hálfleik. Valsmenn byrjuðu leikinn af fítonskrafti, voru komnir í 2-0 eftir 20 mínútur og eftir það var róðurinn þungur fyrir Eyjamenn. „Fyrri hálfleikurinn var slæmur, sérstaklega byrjunin á leiknum. Það vantaði alla baráttu og kraft í okkur og þennan anda sem hefur verið í bikarnum,“ sagði Bjarni í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. „Ég get ekki gefið neina skýringu á því. Seinni hálfleikurinn var ágætur af okkar hálfu en við fórum alltof seint í gang. Heilt yfir voru Valsarnir betri en það var alveg óþarfi að gefa þeim þetta í byrjun.“ Leikur Eyjamanna skánaði í seinni hálfleik en það þurfti miklu meira til að ógna forystu Valsmanna. „Við náðum ekki að finna glufu á þeim fyrr en aðeins í lokin. Við börðumst þó allavega fyrir þessu í seinni hálfleik en það dugði ekki til,“ sagði Bjarni. Hann vonast til að þessi árangur, að komast í bikarúrslit, sé byrjunin á einhverju meira hjá ÍBV. „Vonandi gerist það. Auðvitað vorum við ánægðir að komast í úrslitin en þú veist að það er bara einn sigurvegari í úrslitaleik,“ sagði Bjarni að endingu.Haukur Páll: Getum vonandi byggt ofan á þetta Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, lyfti bikarnum í dag, annað árið í röð. Líkt og gegn KR í fyrra spiluðu Valsmenn vel í úrslitaleiknum í dag og unnu sanngjarnan sigur á Eyjamönnum. „Við lögðum leikinn mjög vel upp. Við héldum okkur örlítið frá þeim og leyfðum þeim aðeins að rúlla boltanum aftast. En svo settum við mikla og góða pressu á boltamanninn þegar þeir komu framar á völlinn,“ sagði Haukur Páll. Valsmenn leiddu 2-0 í hálfleik og höfðu það nokkuð náðugt í seinni hálfleik. „Þetta hefur skeð í okkar leikjum í sumar, við dettum aftar á völlinn eftir að komast yfir. En þeir sköpuðu s.s. engin færi en við hefðum kannski getað gert aðeins betur í okkar sóknum,“ sagði Haukur sem vonast til að Valsmenn geti byggt ofan á þennan árangur og gert stærri hluti í framtíðinni. „Vonandi, þetta er alveg geggjað og alveg jafn sætt og í fyrra. Vonandi getum við byggt ofan á þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum.Kristinn Freyr: Þægilegra en við bjuggumst við Kristinn Freyr Sigurðsson var að vonum sáttur eftir að Valsmenn lyftu bikarnum annað árið í röð. Hann sagði þó að leikurinn fari ekki í neinar sögubækur fyrir skemmtanagildi. „Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltaleikurinn sem við höfum spilað en við skoruðum tvö mörk, vorum harðir í návígum og gáfum nánast engin færi á okkur. „Og þannig vinnurðu leiki,“ sagði Kristinn Freyr eftir leikinn í dag. „Við vorum ekki að spila neinn glimrandi bolta en leikáætlunin gekk 100% upp og við fengum fá færi á okkur.“ Kristinn viðurkennir að hafa búist við erfiðari leik. „Þetta var kannski þægilegra en við bjuggumst við. Sérstaklega þegar við komumst 2-0 yfir og hitt liðið skapaði sér ekkert,“ sagði Kristinn Freyr að lokum. Ólafur fagnar eftir leik.mynd/hafliði breiðfjörðTveggja marka maðurinn kyssir bikarinn góða.mynd/hafliði breiðfjörð Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Vals þegar liðið tryggði sér 11. bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins með öruggum 2-0 sigri á ÍBV á Laugardalsvelli í dag. Bæði mörkin komu á fyrstu 20 mínútum leiksins en Valsmenn voru mun sterkari aðilinn í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sigurður Egill kom Val yfir á 8. mínútu þegar hann lék skemmtilega á Jonathan Barden, fór framhjá Derby Carillo í marki ÍBV og skoraði af öryggi. Hann bætti svo öðru marki við á 20. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir undirbúning Andra Adolphssonar og Kristins Inga Halldórssonar. Staðan var 2-0 í hálfleik og ljóst að Eyjamanna biði erfitt verkefni í seinni hálfleik. Og til að gera langa sögu stutta komust þeir ekkert áleiðis og Valsmenn fögnuðu öruggum sigri. Mörkin úr leiknum ásamt fagnaðarlátum Valsmanna eftir leik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Af hverju vann Valur? Valsmenn virkuðu miklu tilbúnari í leikinn og gengu frá honum á fyrstu 20 mínútum. Það var mikil og góð hreyfing á fremstu mönnum Vals sem gerði Eyjavörninni erfitt fyrir. Þá pressuðu Valsmenn stíft og unnu boltann oft á hættulegum stöðum. Danski miðjumaðurinn Kristian Gaarde var sérlega öflugur í pressunni á meðan fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson sat aftar og einbeitti sér að því að verja vörnina. Sigurður Egill kom Val yfir þegar hann tók boltann skemmtilega framhjá Barden, sem var í vandræðum allan leikinn, lék á Derby og renndi boltanum í netið. Annað markið kom eftir samspil þriggja fremstu manna Vals og var í raun lýsandi fyrir leik liðsins í fyrri hálfleik. Það gerðist lítið í leiknum eftir þessa draumabyrjun Vals. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar spiluðu af skynsemi og áttu ekki í miklum vandræðum með að verjast máttlitlum sóknaraðgerðum ÍBV.Þessir stóðu upp úr Eins og áður sagði voru fremstu menn Vals mjög öflugir. Kristinn Ingi var á sífelldri hreyfingu, tók góð hlaup og var duglegur að opna fyrir samherja sína. Andri spilaði svo sennilega sinn besta leik í sumar og Sigurður Egill var auðvitað hetjan. Hann gleymir þessum leik ekki í bráð. Gaarde átti sem áður sagði flottan leik, duglegur og kraftmikill leikmaður sem fellur vel inn í Valsliðið. Haukur var traustur og vörnin örugg og gaf fá færi á sér.Hvað gekk illa? Eyjamenn mættu í raun aldrei til leiks í dag. Það munaði vissulega miklu fyrir þá að missa fyrirliðann Avni Pepa af velli strax eftir 11 mínútna leik en þá var staðan samt orðin 1-0. Það var vitað að Valsmenn myndu sækja mikið upp vinstri kantinn og Eyjamenn vörðust því ekki nógu vel. Barden var í miklu vandræðum og fékk ekki nógu mikla hjálp frá samherjum sínum. Þá var uppspilið ómarkvisst og Eyjamenn sköpuðu sér lítið. Þeir fengu reyndar tvö ágætis færi eftir mistök Antons Ara Einarssonar í marki Vals og ef skot Mikkels Maigaard sem hafnaði í slánni í byrjun seinni hálfleiks hefði verið örlítið nákvæmara er aldrei að vita hvað hefði gerst. En burtséð frá því voru Eyjamenn einfaldlega lakari aðilinn í dag og áttu fá svör við vel útfærðum leik Valsmanna.Hvað gerist næst? Valsmenn fagna væntanlega vel og innilega enda halda þeir bikarnum á Hlíðarenda og eru öruggir með Evrópusæti að ári. Valsmenn gáfu mikið eftir í fyrra eftir bikarúrslitaleikinn og stærsta verkefni Ólafs er að koma í veg fyrir að það gerist aftur. Valur mætir Víkingi á fimmtudaginn í næsta leik sínum. Eyjamenn eiga mikilvægan leik gegn Fylki á fimmtudaginn. Með sigri fer ÍBV mjög langt með að tryggja veru sína í Pepsi-deildinni en Fylkissigur hleypir spennu í botnbaráttuna.Ólafur: Var ekkert að pæla í þeim Ólafur Jóhannesson vann sinn þriðja bikarúrslitaleik í röð sem þjálfari þegar Valur bar sigurorð af ÍBV, 2-0, á Laugaradalsvellinum í dag. „Þetta var frábærlega gert hjá okkur. Við komum vel inn í leikinn eins og við töluðum um að gera,“ sagði Ólafur í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Valsmenn skoruðu tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. „Það var frábært að fá fyrsta markið snemma og ég tala nú ekki um annað markið. Þá snerist þetta um að opna sig ekki mikið og það gekk frábærlega,“ sagði Ólafur. En bjóst hann við meiru frá ÍBV í seinni hálfleiknum? „Ég veit það ekki, ég er ekkert að pæla í því. Við vissum að þeir myndu koma hærra á okkur og senda langa bolta. „En við töluðum um það í hálfleik og hvernig við ættum að verjast því,“ sagði Ólafur alsæll enda búinn að gera Val að bikarmeisturum tvö ár í röð.mynd/hafliði breiðfjörðSigurður Egill: Spennustigið var mjög gott Sigurður Egill Lárusson var hetja Vals þegar liðið tryggði sér sinn 11. bikarmeistaratitil í sögu félagsins með 2-0 sigri á ÍBV í dag. Sigurður Egill skoraði bæði mörkin á fyrstu 20 mínútum leiksins og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Þetta var frábær leikur, við byrjuðum vel og það var gott að fá mark strax,“ sagði Sigurður Egill í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. „Mér fannst spennustigið hjá okkur vera mjög gott og við höfðum reynsluna frá því í fyrra fram yfir Eyjamennina,“ sagði Sigurður Egill en Valsmenn unnu KR í bikarúrslitum í fyrra með sömu markatölu. „Við bjuggum að reynslunni frá því í fyrra og það skipti virkilega miklu máli.“ Fyrra mark Sigurðar Egils var sérlega fallegt en þá tók hann boltann skemmtilega með sér framhjá Jonathan Barden, hægri bakverði ÍBV. „Ég er búinn að æfa þetta á síðustu æfingum,“ sagði Sigurður Egill að lokum.Bjarni: Vantaði alla baráttu og kraft í okkur Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sagði að bikarúrslitaleikurinn gegn Val hafi tapast í fyrri hálfleik. Valsmenn byrjuðu leikinn af fítonskrafti, voru komnir í 2-0 eftir 20 mínútur og eftir það var róðurinn þungur fyrir Eyjamenn. „Fyrri hálfleikurinn var slæmur, sérstaklega byrjunin á leiknum. Það vantaði alla baráttu og kraft í okkur og þennan anda sem hefur verið í bikarnum,“ sagði Bjarni í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. „Ég get ekki gefið neina skýringu á því. Seinni hálfleikurinn var ágætur af okkar hálfu en við fórum alltof seint í gang. Heilt yfir voru Valsarnir betri en það var alveg óþarfi að gefa þeim þetta í byrjun.“ Leikur Eyjamanna skánaði í seinni hálfleik en það þurfti miklu meira til að ógna forystu Valsmanna. „Við náðum ekki að finna glufu á þeim fyrr en aðeins í lokin. Við börðumst þó allavega fyrir þessu í seinni hálfleik en það dugði ekki til,“ sagði Bjarni. Hann vonast til að þessi árangur, að komast í bikarúrslit, sé byrjunin á einhverju meira hjá ÍBV. „Vonandi gerist það. Auðvitað vorum við ánægðir að komast í úrslitin en þú veist að það er bara einn sigurvegari í úrslitaleik,“ sagði Bjarni að endingu.Haukur Páll: Getum vonandi byggt ofan á þetta Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, lyfti bikarnum í dag, annað árið í röð. Líkt og gegn KR í fyrra spiluðu Valsmenn vel í úrslitaleiknum í dag og unnu sanngjarnan sigur á Eyjamönnum. „Við lögðum leikinn mjög vel upp. Við héldum okkur örlítið frá þeim og leyfðum þeim aðeins að rúlla boltanum aftast. En svo settum við mikla og góða pressu á boltamanninn þegar þeir komu framar á völlinn,“ sagði Haukur Páll. Valsmenn leiddu 2-0 í hálfleik og höfðu það nokkuð náðugt í seinni hálfleik. „Þetta hefur skeð í okkar leikjum í sumar, við dettum aftar á völlinn eftir að komast yfir. En þeir sköpuðu s.s. engin færi en við hefðum kannski getað gert aðeins betur í okkar sóknum,“ sagði Haukur sem vonast til að Valsmenn geti byggt ofan á þennan árangur og gert stærri hluti í framtíðinni. „Vonandi, þetta er alveg geggjað og alveg jafn sætt og í fyrra. Vonandi getum við byggt ofan á þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum.Kristinn Freyr: Þægilegra en við bjuggumst við Kristinn Freyr Sigurðsson var að vonum sáttur eftir að Valsmenn lyftu bikarnum annað árið í röð. Hann sagði þó að leikurinn fari ekki í neinar sögubækur fyrir skemmtanagildi. „Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltaleikurinn sem við höfum spilað en við skoruðum tvö mörk, vorum harðir í návígum og gáfum nánast engin færi á okkur. „Og þannig vinnurðu leiki,“ sagði Kristinn Freyr eftir leikinn í dag. „Við vorum ekki að spila neinn glimrandi bolta en leikáætlunin gekk 100% upp og við fengum fá færi á okkur.“ Kristinn viðurkennir að hafa búist við erfiðari leik. „Þetta var kannski þægilegra en við bjuggumst við. Sérstaklega þegar við komumst 2-0 yfir og hitt liðið skapaði sér ekkert,“ sagði Kristinn Freyr að lokum. Ólafur fagnar eftir leik.mynd/hafliði breiðfjörðTveggja marka maðurinn kyssir bikarinn góða.mynd/hafliði breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira