Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Eygló fagnar í lauginni í gær. vísir/anton brink Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. Sigurvíman fór ekki fram hjá neinum og það var magnað að sjá svona flottan íþróttamann vera búinn að ná metnaðarfullu markmiði sínu á stærsta sviði sundsins. Nýtt Íslandsmet og sæti í úrslitum í grein þar sem samkeppnin er það mikil að ríkjandi Ólympíumeistari og heimsmethafi, Missy Franklin, komst ekki í úrslitin. Missy Franklin sýndi þó rétta íþróttaandann eftir sundið og óskaði Eygló Ósk til hamingju með árangurinn þótt hún sjálf hafi barist við tárin. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt. Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta,“ sagði Eygló eftir þetta frábærlega útfærða sund sitt. Hún hafði rétt áður fylgst með seinni riðlinum klárast þar sem ekki fleiri en fimm sundkonur máttu synda hraðar en hún. Fjórar syntu hraðar og ein á sama tíma. Eygló var þar með komin í hóp átta bestu sundkvennanna í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er ólýsanlegt. Það að ég hafi verið í sjötta sætti á EM,“ segir Eygló og rifjar upp Evrópumótið þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun en Eygló komst „bara“ í úrslit. Ég nota orðið bara því þessar sundstelpur okkar eru fyrir löngu komnar í heimsklassa. „Ég var nú ekki að standa mig neitt alltof vel á EM miðað við hvað ég ætlaði mér. Það að vera í sjötta sæti á EM og vera svo í sjöunda til áttunda inn á Ólympíuleikunum,“ segir Eygló og brosir. „Evrópumótið lét aðrar stelpur kannski halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig. Ég vona að ég hafi komið þeim á óvart,“ segir Eygló. Hún endaði í 14. sæti í 100 metra baksundinu en ætlaði sér meira en að komast í undanúrslitin þótt það hafi verið sögulegur árangur á þeim tíma. „Einbeitingin var á það að standa sig hér og eftir 100 metra baksundið þá viðurkenni ég það alveg að ég var orðin svolítið stressuð. Ég bætti mig ekki þar og gerði ekki það sem mig langaði að gera sem var að fara undir mínútuna,“ segir Eygló. „Þegar ég hugsa betur út í þetta þá vorum við þjálfarinn minn að einbeita okkur meira að 200 metra sundinu. Við vorum því ekki mikið að æfa sprettæfingar og eitthvað svoleiðis. Þetta var markmiðið,“ segir Eygló. Fréttablaðið var farið í prentun þegar kom að úrslitasundinu í nótt. Þetta var annað úrslitasund íslenskrar sundkonu á leikunum í Ríó sem er mögnuð staðreynd þegar enginn hafði komist í undanúrslit fyrir þessa sögulegu leika. „Ég á ekki að segja þetta en mér er eiginlega alveg sama hvað gerist á morgun (í nótt). Hvort ég verð langseinust eða hvort ég verð í fyrsta sæti. Bara að vera komin í úrslitin er draumi líkt,“ sagði Eygló að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira