Alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 09:00 Eva María býr rétt við Ölfusána. Hún segir gott að æfa frjálsar íþróttir úti á Selfossi. Mynd/Svava Steingrímsdóttir Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016 Lífið Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira
Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016
Lífið Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira