Bjórdæla verður við hvert bað í nýrri bjórheilsulind Kalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 11:02 Bruggsmiðjan Kaldi verður tíu ára í september. Vísir/Samsett Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44
Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00