Hálf milljón níu þrepa sjálfskiptinga innkallaðar Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 11:45 Níu gíra sjálfskipting ZF. Íhlutaframleiðandinn ZF mun brátt innkalla níu þrepa sjálfskiptingar sínar sem í notkun eru í meira en 500.000 bílum. Meðal merkja sem lenda í innkölluninni eru Fiat Chrysler, Honda og Land Rover en innköllunin er vegna galla í tengibúnaði skynjara, en gallinn getur leitt til þess að skiptingin fari í hlutlausan við hvaða aðstæður sem er. Viðgerðin er einföld í sjálfu sér þar sem einungis þarf að einangra betur vírana og verður innköllunin gerð hjá viðeigandi umboðum. Bílarnir sem innköllunin nær til í Bandaríkjunum eru Jeep Cherokee 2014-16, Jeep Renegade 2015-16, Chrysler 200 2015-17, RAM ProMaster City 2015-16, Fiat 500X 2016, Range Rover Evoque 2014-17, Land Rover Discovery 2015-17, Acura TLX V6 2015-17 og Honda Pilot 2015-16. Athygli vekur að fyrir nokkrum vikum innkallaði FCA 410.000 bíla vegna samskonar galla á vírum í vélbúnaði bíla sinna. Frá þessu er grein á vefnum billinn.is. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Íhlutaframleiðandinn ZF mun brátt innkalla níu þrepa sjálfskiptingar sínar sem í notkun eru í meira en 500.000 bílum. Meðal merkja sem lenda í innkölluninni eru Fiat Chrysler, Honda og Land Rover en innköllunin er vegna galla í tengibúnaði skynjara, en gallinn getur leitt til þess að skiptingin fari í hlutlausan við hvaða aðstæður sem er. Viðgerðin er einföld í sjálfu sér þar sem einungis þarf að einangra betur vírana og verður innköllunin gerð hjá viðeigandi umboðum. Bílarnir sem innköllunin nær til í Bandaríkjunum eru Jeep Cherokee 2014-16, Jeep Renegade 2015-16, Chrysler 200 2015-17, RAM ProMaster City 2015-16, Fiat 500X 2016, Range Rover Evoque 2014-17, Land Rover Discovery 2015-17, Acura TLX V6 2015-17 og Honda Pilot 2015-16. Athygli vekur að fyrir nokkrum vikum innkallaði FCA 410.000 bíla vegna samskonar galla á vírum í vélbúnaði bíla sinna. Frá þessu er grein á vefnum billinn.is.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent