Lífið

Tölu­verð líkindi með Euro­vision­fram­lagi Ís­lands og at­riði Brit­n­ey Spears í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Áhugamenn um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva rak í rogastans í nótt þegar Britney Spears steig á svið á VMA-tónlistarverðlaunahátíðinni í nótt.

Fyrrum poppdrottningin flutti þar nýtt lag, Make Me, og þótti mörgum sviðsframkoma hennar minna óneitanlega á framlag Íslendinga til Eurovision í ár, Hear them calling í flutningi Gretu Salóme Stefánsdóttur.

Bæði atriðin einkenndust af samspili söngvarana og skuggamynda, ekki síst stórra handa sem ásóttu þær meðan á flutningi stóð.

Hér er myndband frá flutningi Britney Spears í nótt.

Og hér er flutningur Gretu Salóme á Hear them Calling í Stokkhólmi í vor.

Þrátt fyrir að skuggamyndirnar hafi verið af svipuðum toga þá voru atriðin nokkuð frábrugðin að öðru leiti. Til að mynda naut Britney aðstoðar tveggja dansara og rappara meðan Greta Salóme var ein á sviðinu.

Sjá einnig: Måns-áhrifanna gætir víða: Greta Salóme sögð augljósasta dæmið um það

Líkindi atriðanna fóru þó ekki framhjá aðdáendum og aðstandendum íslenska Eurovision-framlagsins. Þannig segir Jonathan Duffy, einn listrænn stjórnenda atriðisins, í hæðinni færslu á Facebook-síðu sinni að Britney hafi verið velkomið að herma eftir atriði þeirra.

From the team that worked on Iceland's entry to Eurovison this year I would like to take this opportunity to say, You're welcome Britney.

Posted by Jonathan Duffy on Monday, August 29, 2016
Þá birti Greta Salóme bráðfyndið myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hún ranghvolfir augunum yfir uppátæki poppdrottningarinnar. Það er þó allt í gamni gert og segir Greta að líkindin séu bara „svolítið töff,“ enda ekki leiðinlegt þegar sjálf Britney Spears fær frá manni innblástur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.