Óli Bjarki Austfjörð og Júlíus Óli Stefánsson mættust á föstudag á fimmta keppnisdegi fyrir hönd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og Menntaskólans í Kópavogi. Hægt er að horfa á framlag þeirra í spilaranum hér að ofan. Óli Bjarki lætur ljós sitt skína í stærðfræðitíma en Júlíus Óli lætur ljósið skína á sig á sólbaðsstofu.
Tuttugu framhaldsskólar hafa skráð sig til leiks í keppninni. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fer atkvæðagreiðslan fram þar.
Atkvæðagreiðsla fyrir fjórða keppnisdag kláraðist á föstudag en þar mættust Brynjar Steinn úr Menntaskólanum á Akureyri og Ísabella Ýrr úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Brynjar Steinn sigraði það einvígi fyrir hönd MA og mun því halda áfram í næstu umferð.

Keppnin heldur áfram næstu vikurnar og mun Vísir fylgjast grannt með gangi mála.
Að keppninni stendur samfélagsmiðlaþátturinn Áttan, sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa. Nýherji er bakhjarl keppninnar og fær sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning.
Dagskrá keppninnar:
22. ágúst
Fjölbrautarskóli Vesturlands vs. Menntaskólinn við Hamrahlíð (sigurvegari)
23. ágúst
Fjölbrautarskóli Mosfellsbæjar vs. Menntaskólinn á Tröllaskaga (sigurvegari)
24. ágúst
Framhaldsskólinn á Húsavík (sigurvegari) vs. Tækniskólinn
25. ágúst
Menntaskólinn á Akureyri (sigurvegari) vs. Fjölbraut við Ármúla
26. ágúst
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vs. Menntaskólinn í Kópavogi
29. ágúst
Fjölbraut í Breiðholti vs. Menntaskólinn við Sund
30. ágúst
Kvennaskólinn vs. Verzlunarskóli Íslands
31. ágúst
Fjölbrautarskóli Snæfellinga vs. Fjölbraut í Garðabæ
1. september
Menntaskólinn í Reykjavík vs. Verkmenntaskólinn á Akureyri
2. september
Fjölbrautarskóli Suðurlands vs. Flensborgarskólinn
