Arðbær afurð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Miðar á leiksýningar eru víðast hvar í útlöndum tvöfalt og þrefalt dýrari en hér. Þó skortir ekki metnaðinn í íslensku leikhúsi. Fólk kann að meta þetta og fyllir leikhúsin. Bókaútgáfa er með miklum blóma. Sama gildir um tónlist. Kvikmyndir eru stóriðja, sem ber hróður okkar víða. Myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Fín gallerí bjóða verk eftir framúrskarandi listamenn á broti þess verðs, sem býðst í nálægum löndum. Einstaka listamenn hafa náð alþjóðlegri viðurkenningu og margfaldast í verði. Aðrir eiga eftir að gera það. Alltaf eru í gangi sýningar sem gefa tilefni til bjartsýni á framhaldið. Listir þurfa opinberan stuðning. Besti styrkurinn felst í að glæða áhuga almennings – kenna okkur öllum að njóta lista. Þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Listalífið er verðmæti okkar allra. Það er ekki takmörkuð auðlind. Um það gilda lögmál sprotans. Ef nýgræðingurinn er vanræktur koðnar allt niður. Eftirspurn verður í samræmi við það. Sprotafyrirtæki verða að sinna rannsóknum og þróun. Sumt skilar sér í krónum, annað ekki. Það er eðli skapandi vinnu. „Ég er ekki eins og Ameríkaninn segir: Self made man. Ég er algjörlega eingetin afurð listamannalauna. Ég fékk tvisvar sinnum listamannalaun sem gerðu mér kleift að sökkva mér ofan í listina,“ sagði Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður í sjónvarpsviðtali fyrir fáum árum. Við þurfum ekki frekar vitnanna við. Ragnar er líklega sá Íslendingur sem fær mesta áheyrn í heiminum um þessar mundir. Hann sýnir verk sín í fínustu söfnum og galleríum. Virtustu fjölmiðlar heims keppast við að taka við hann viðtöl. Verk hans er að finna í áhugaverðustu einkasöfnum samtímalistar. Flest opinber samtímalistasöfn eru með nafn hans á innkaupalistum ef þau eiga ekki verk eftir hann þegar. Hann fylgir í kjölfar Halldórs Laxness og Bjarkar, stóru nafnanna í listasögu landsins. Samspil lista og annarrar atvinnustarfsemi blasir við hvarvetna. Prentarar, hönnuðir og bóksalar nærast á rithöfundum. Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er með tugi langskólagenginna fagmanna í vinnu. Björk nýtur liðsinnis hámenntaðra tónlistarmanna, sem fylgja henni í hljóðver og á tónleikum. Ragnar Kjartansson á sér hóp samverkamanna úr mörgum listgreinum. Listafólkið sjálft er bara toppurinn á ísjakanum. Listir eru blómleg atvinnustarfsemi – þótt það sé ekki markmiðið í sjálfu sér. Endalaust má deila um hvernig listir skuli styrktar. En engum blöðum er um það að fletta, að þær skila öllu til baka með góðri ávöxtun. Ef ekki í peningum þá lífsfyllingu. Fjárhagslega áhættan felst frekar í að skammta of naumt heldur en hinu, að veita of ríkulega styrki. Vandinn er að koma sér saman um leiðirnar. Kröftugt listalíf er vitnisburður um, að við gerum eitthvað rétt á Íslandi. Það er hvatning til frekari dáða. Við getum gert enn betur.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Miðar á leiksýningar eru víðast hvar í útlöndum tvöfalt og þrefalt dýrari en hér. Þó skortir ekki metnaðinn í íslensku leikhúsi. Fólk kann að meta þetta og fyllir leikhúsin. Bókaútgáfa er með miklum blóma. Sama gildir um tónlist. Kvikmyndir eru stóriðja, sem ber hróður okkar víða. Myndlistarlífið í Reykjavík minnir á stórborg. Fín gallerí bjóða verk eftir framúrskarandi listamenn á broti þess verðs, sem býðst í nálægum löndum. Einstaka listamenn hafa náð alþjóðlegri viðurkenningu og margfaldast í verði. Aðrir eiga eftir að gera það. Alltaf eru í gangi sýningar sem gefa tilefni til bjartsýni á framhaldið. Listir þurfa opinberan stuðning. Besti styrkurinn felst í að glæða áhuga almennings – kenna okkur öllum að njóta lista. Þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Listalífið er verðmæti okkar allra. Það er ekki takmörkuð auðlind. Um það gilda lögmál sprotans. Ef nýgræðingurinn er vanræktur koðnar allt niður. Eftirspurn verður í samræmi við það. Sprotafyrirtæki verða að sinna rannsóknum og þróun. Sumt skilar sér í krónum, annað ekki. Það er eðli skapandi vinnu. „Ég er ekki eins og Ameríkaninn segir: Self made man. Ég er algjörlega eingetin afurð listamannalauna. Ég fékk tvisvar sinnum listamannalaun sem gerðu mér kleift að sökkva mér ofan í listina,“ sagði Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður í sjónvarpsviðtali fyrir fáum árum. Við þurfum ekki frekar vitnanna við. Ragnar er líklega sá Íslendingur sem fær mesta áheyrn í heiminum um þessar mundir. Hann sýnir verk sín í fínustu söfnum og galleríum. Virtustu fjölmiðlar heims keppast við að taka við hann viðtöl. Verk hans er að finna í áhugaverðustu einkasöfnum samtímalistar. Flest opinber samtímalistasöfn eru með nafn hans á innkaupalistum ef þau eiga ekki verk eftir hann þegar. Hann fylgir í kjölfar Halldórs Laxness og Bjarkar, stóru nafnanna í listasögu landsins. Samspil lista og annarrar atvinnustarfsemi blasir við hvarvetna. Prentarar, hönnuðir og bóksalar nærast á rithöfundum. Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er með tugi langskólagenginna fagmanna í vinnu. Björk nýtur liðsinnis hámenntaðra tónlistarmanna, sem fylgja henni í hljóðver og á tónleikum. Ragnar Kjartansson á sér hóp samverkamanna úr mörgum listgreinum. Listafólkið sjálft er bara toppurinn á ísjakanum. Listir eru blómleg atvinnustarfsemi – þótt það sé ekki markmiðið í sjálfu sér. Endalaust má deila um hvernig listir skuli styrktar. En engum blöðum er um það að fletta, að þær skila öllu til baka með góðri ávöxtun. Ef ekki í peningum þá lífsfyllingu. Fjárhagslega áhættan felst frekar í að skammta of naumt heldur en hinu, að veita of ríkulega styrki. Vandinn er að koma sér saman um leiðirnar. Kröftugt listalíf er vitnisburður um, að við gerum eitthvað rétt á Íslandi. Það er hvatning til frekari dáða. Við getum gert enn betur.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun