Sparaksturskeppnin fer fram í dag Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 13:26 Frá ræsingu bílanna í morgun. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram í dag, föstudaginn 26. ágúst. Hún hófst kl 9.00 þegar þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson ræsti fyrsta keppnisbílinn af þeim 19 sem þátt taka í þetta skiptið. Keppnisleiðin er þjóðvegur nr. 1 frá Reykjavík, um Hvalfjarðargöng til Akureyrar, samtals rúmlega 380 kílómetra löng. Markmiðið er að komast keppnisleiðina á sem minnstu eldsneytismagni. Samkvæmt reglum keppninnar eru ökumönnum settar þær skorður að aksturinn skuli að öllu leyti vera innan ramma umferðarlaga og -reglna. Keppendur eru í upphafi ferðar áminntir um að virða þau hámarkshraðamörk sem í gildi eru á allri keppnisleiðinni, sem og aðrar umferðarreglur, aka í takti við aðra umferð og gæta þess að trufla ekki né tefja aðra vegfarendur, t.d. með of hægum eða of hröðum akstri. Þess er á sama hátt vænst að aðrir vegfarendur á keppnisleiðinni sýni keppendum tillitssemi. Vel verður fylgst með akstrinum og eru keppnisbílarnir útbúnir með Arctic Track staðsetningartækjum sem skrá allar hreyfingar hvers keppnisbíls. Hver sem er getur fylgst með akstrinum og framvindu keppninnar í beinni útsendingu á Netinu. Sérstakur linkur inn á þessa beinu útsendingu verður af heimasíðu FÍB, www.fib.is og er hann nú virkur. Búast má við að fyrstu keppnisbílar aki í mark á Glerártorgi á Akureyri upp úr kl. 14.00 í dag, föstudag og að keppni ljúki og úrslit liggi fyrir um kl. 16.00 ef ekkert óvænt gerist. Það má því búast við því að fyrstu bílarnir séu nú að nálgast Akureyri. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent
Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram í dag, föstudaginn 26. ágúst. Hún hófst kl 9.00 þegar þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson ræsti fyrsta keppnisbílinn af þeim 19 sem þátt taka í þetta skiptið. Keppnisleiðin er þjóðvegur nr. 1 frá Reykjavík, um Hvalfjarðargöng til Akureyrar, samtals rúmlega 380 kílómetra löng. Markmiðið er að komast keppnisleiðina á sem minnstu eldsneytismagni. Samkvæmt reglum keppninnar eru ökumönnum settar þær skorður að aksturinn skuli að öllu leyti vera innan ramma umferðarlaga og -reglna. Keppendur eru í upphafi ferðar áminntir um að virða þau hámarkshraðamörk sem í gildi eru á allri keppnisleiðinni, sem og aðrar umferðarreglur, aka í takti við aðra umferð og gæta þess að trufla ekki né tefja aðra vegfarendur, t.d. með of hægum eða of hröðum akstri. Þess er á sama hátt vænst að aðrir vegfarendur á keppnisleiðinni sýni keppendum tillitssemi. Vel verður fylgst með akstrinum og eru keppnisbílarnir útbúnir með Arctic Track staðsetningartækjum sem skrá allar hreyfingar hvers keppnisbíls. Hver sem er getur fylgst með akstrinum og framvindu keppninnar í beinni útsendingu á Netinu. Sérstakur linkur inn á þessa beinu útsendingu verður af heimasíðu FÍB, www.fib.is og er hann nú virkur. Búast má við að fyrstu keppnisbílar aki í mark á Glerártorgi á Akureyri upp úr kl. 14.00 í dag, föstudag og að keppni ljúki og úrslit liggi fyrir um kl. 16.00 ef ekkert óvænt gerist. Það má því búast við því að fyrstu bílarnir séu nú að nálgast Akureyri.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent