Hagnaður Sjóvár-Almennra trygginga á fyrri helmingi ársins nam 709 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, samanborið við 1.380 milljónir króna árið á undan.
Hermann Björnsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í afkomutilkynningu að árangur aðgerða sem farið hefur verið í til að bæta reksturinn skili sér á lengri tíma ásamt því að tjónatíðnin sé enn há.
„Við þessar kringumstæður hafa fjárfestingartekjur skapað megnið af þeim hagnaði sem verður til. Þróun markaða til áramóta mun ráða miklu um endanlega niðurstöðu,“ segir Hermann.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, segir að afkoma félagsins hafi einnig verið undir væntingum, bæði í vátryggingastarfsemi og fjárfestingastarfsemi.
Hagnaður VÍS á fyrri helmingi ársins nam tæpum 238 milljónum samanborið við 1.419 milljónir á sama tíma í fyrra.
Hagnaður tryggingarfélaga var undir væntingum
jón hákon halldórsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

