Af hverju brjóta menn fjárfestingarreglu númer eitt? Skjóðan skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna? Skjóðan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna?
Skjóðan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira