Innkaupalisti Magnús Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Að byrja í skóla er stór og mótandi viðburður í lífi sérhvers barns. Tími sem við deilum öll í minningunni en upplifum þó hvert og eitt með ólíkum hætti. Hvernig okkur líður, hvernig okkur er tekið og ekki síst hvernig við upplifum okkur sjálf í þessu stóra og mótandi samfélagi sem grunnskólinn er, hefur mótandi áhrif um ókomna tíð. Það liggur því mikið við fyrir skóla jafnt sem foreldra að vel takist til. Börnin sem eru að hefja sína skólagöngu eru auðvitað jafn ólík og þau eru mörg. Sum full af sjálfstrausti og eftirvæntingu, önnur kannski lítil í sér og bangin við þennan stóra heim og allt þar á milli. En við sem sendum börnin í skólann, tökum við þeim þar og viljum auðvitað öll að þeim líði sem best, hljótum að sjá sóma okkar í því að þau njóti þess atlætis sem þarf til að blómstra við þessar nýju og framandi aðstæður. Þannig er það ekki í dag því miður. Samtökin Barnaheill Save the Children á Íslandi standa um þessar mundir fyrir undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á að réttur barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar sé virtur á Íslandi. Staðreyndin er að kostnaðurinn við að barn hefji skólagöngu getur verið allt frá 400 kr. og upp í 22.000 kr. á hvert og eitt barn samkvæmt úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þó svo einhverjum kunni að finnast að hér sé ekki um stórar upphæðir að ræða, jafnvel þó svo horft sé til hærri tölunnar, þá er það staðreynd að fyrir efnaminni fjölskyldur getur svo sannarlega munað um minni útgjöld. Í þessu er auðvitað fólgin gróf mismunum. Mismunun sem er ekki einvörðungu fólgin í misgóðum efnahag foreldranna með tilheyrandi álagi á viðkomandi, heldur einnig í aðstæðumun barnanna. Mismunum sem getur haft áhrif á upplifun þeirra af því að byrja í skóla. Barn sem skynjar að þessi tímamót feli í sér fjárhagslegar byrðar fyrir heimilið og upplifir strax í upphafi skólagöngunnar efnahagslegt misrétti í samanburði við önnur börn nýtur þeirra daga ekki sem skyldi. Þessi gjaldtaka getur hæglega leitt til vanmáttarkenndar og óöryggis sem eru ekki góðir fylgifiskar inn í vonandi langt og farsælt skólastarf. Skólinn á að vera staður þar sem öll börn fá að njóta sín og blómstra á sínum forsendum en þessi smánarlega gjaldtaka fyrir það sem börnin þurfa til skólagöngunnar gengur þvert gegn slíkum markmiðum. Ísland er aðili að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samkvæmt honum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Að bjóða börnin velkomin og rétta foreldrum þeirra reikning eða innkaupalista er augljóst brot á þeirri sátt. Brot sem ráðamenn hafa valið að lögfesta til þess að reyna að létta byrðina á þegar sveltu skólakerfi. Það er því full ástæða til þess að hvetja bæði Alþingi og sveitarstjórnir til þess að sjá til þess að látið verði af þessum ósóma. Hvetja til þess að það verði tryggt í raun að öll börn njóti sama réttar til náms án innkaupalista og reikninga og mæti til skólastarfsins sem jafningjar á jafningjagrunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Að byrja í skóla er stór og mótandi viðburður í lífi sérhvers barns. Tími sem við deilum öll í minningunni en upplifum þó hvert og eitt með ólíkum hætti. Hvernig okkur líður, hvernig okkur er tekið og ekki síst hvernig við upplifum okkur sjálf í þessu stóra og mótandi samfélagi sem grunnskólinn er, hefur mótandi áhrif um ókomna tíð. Það liggur því mikið við fyrir skóla jafnt sem foreldra að vel takist til. Börnin sem eru að hefja sína skólagöngu eru auðvitað jafn ólík og þau eru mörg. Sum full af sjálfstrausti og eftirvæntingu, önnur kannski lítil í sér og bangin við þennan stóra heim og allt þar á milli. En við sem sendum börnin í skólann, tökum við þeim þar og viljum auðvitað öll að þeim líði sem best, hljótum að sjá sóma okkar í því að þau njóti þess atlætis sem þarf til að blómstra við þessar nýju og framandi aðstæður. Þannig er það ekki í dag því miður. Samtökin Barnaheill Save the Children á Íslandi standa um þessar mundir fyrir undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á að réttur barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar sé virtur á Íslandi. Staðreyndin er að kostnaðurinn við að barn hefji skólagöngu getur verið allt frá 400 kr. og upp í 22.000 kr. á hvert og eitt barn samkvæmt úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þó svo einhverjum kunni að finnast að hér sé ekki um stórar upphæðir að ræða, jafnvel þó svo horft sé til hærri tölunnar, þá er það staðreynd að fyrir efnaminni fjölskyldur getur svo sannarlega munað um minni útgjöld. Í þessu er auðvitað fólgin gróf mismunum. Mismunun sem er ekki einvörðungu fólgin í misgóðum efnahag foreldranna með tilheyrandi álagi á viðkomandi, heldur einnig í aðstæðumun barnanna. Mismunum sem getur haft áhrif á upplifun þeirra af því að byrja í skóla. Barn sem skynjar að þessi tímamót feli í sér fjárhagslegar byrðar fyrir heimilið og upplifir strax í upphafi skólagöngunnar efnahagslegt misrétti í samanburði við önnur börn nýtur þeirra daga ekki sem skyldi. Þessi gjaldtaka getur hæglega leitt til vanmáttarkenndar og óöryggis sem eru ekki góðir fylgifiskar inn í vonandi langt og farsælt skólastarf. Skólinn á að vera staður þar sem öll börn fá að njóta sín og blómstra á sínum forsendum en þessi smánarlega gjaldtaka fyrir það sem börnin þurfa til skólagöngunnar gengur þvert gegn slíkum markmiðum. Ísland er aðili að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samkvæmt honum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Að bjóða börnin velkomin og rétta foreldrum þeirra reikning eða innkaupalista er augljóst brot á þeirri sátt. Brot sem ráðamenn hafa valið að lögfesta til þess að reyna að létta byrðina á þegar sveltu skólakerfi. Það er því full ástæða til þess að hvetja bæði Alþingi og sveitarstjórnir til þess að sjá til þess að látið verði af þessum ósóma. Hvetja til þess að það verði tryggt í raun að öll börn njóti sama réttar til náms án innkaupalista og reikninga og mæti til skólastarfsins sem jafningjar á jafningjagrunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. ágúst.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun