Escala með framtíðarútlit Cadillac bíla Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 12:15 Cadillac kynnti nýjan bíl á Monterey Car Week bílasýningunni í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þessi bíll á að marka nýtt upphaf í framtíðarútliti Cadillac bíla og auk þess verður sú nýja tækni sem í bílnum er sjást í öllum gerðum nýrra Cadillac bíla. Johan de Nysschen forstjóri Cadillac sýndi nýja bílinn og sagði að þær nýjungar sem í Escala bílnum er muni sjást að hluta til í næstu nýju bílum Cadillac, ekki þannig að þær allar muni verða í þeim öllum heldur að hluta til, allt eftir því hversu dýrir bílarnir verða. Alstærsta breytingin varðar nýja ytri hönnun bílanna, en Cadillac hefur á síðustu árum verið gagnrýnt fyrir alltof kantað útlit bíla sinna og að vera langt á eftir öðrum lúxusbílaframleiðendum þegar kemur að ytra útliti. Með þessum bíl eru línurnar ávalari og sportlegri. Escala er mun nær útliti bæði evrópskra og japanskra lúxusbíla og næstu kynslóðir bíla Cadillac munu fá sömu meðferð. Cadillac mun kynna nýjar gerðir þekktra bílgerða sinna árið 2019, meðal annars nýjan CTS fólksbíl og XT5 jeppling, sem verður ný bílgerð í vopnabúri Cadillac. Ekki er þó víst að Escala tilraunbíllinn verði framleiddur í óbreyttri mynd þó fagur sé. Hann er byggður á sama undirvagni og CT6 bíll Cadillac en er þó 15 cm lengri og með “coupe”-hönnun. Ef af honum verður myndi hann líklega leysa af fyrirhugaðan CT8 bíl sem var á teikniborði Cadillac en hefur verið settur í skúffuna vegna mikillar eftirspurnar eftir jeppum og jepplingum. Á meðan Cadillac finnur útúr því hvort þessi mikla eftirspurn er eingöngu vegna lágs verðs á eldsneyti nú eða hvort þessi eftirspurn eftir jeppum og jepplingum heldur áfram ætlar Cadillac að liggja yfir bestu kostunum, því meiningin er jú alltaf að framleiða bíla sem mest eftirspurn er eftir. Sjá má kynningu á bílnum í Pebble Beach um daginn í myndskeiði hér að ofan.Framúrstefnuleg innri hönnun og óvenjuleg efnisnotkun. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent
Cadillac kynnti nýjan bíl á Monterey Car Week bílasýningunni í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þessi bíll á að marka nýtt upphaf í framtíðarútliti Cadillac bíla og auk þess verður sú nýja tækni sem í bílnum er sjást í öllum gerðum nýrra Cadillac bíla. Johan de Nysschen forstjóri Cadillac sýndi nýja bílinn og sagði að þær nýjungar sem í Escala bílnum er muni sjást að hluta til í næstu nýju bílum Cadillac, ekki þannig að þær allar muni verða í þeim öllum heldur að hluta til, allt eftir því hversu dýrir bílarnir verða. Alstærsta breytingin varðar nýja ytri hönnun bílanna, en Cadillac hefur á síðustu árum verið gagnrýnt fyrir alltof kantað útlit bíla sinna og að vera langt á eftir öðrum lúxusbílaframleiðendum þegar kemur að ytra útliti. Með þessum bíl eru línurnar ávalari og sportlegri. Escala er mun nær útliti bæði evrópskra og japanskra lúxusbíla og næstu kynslóðir bíla Cadillac munu fá sömu meðferð. Cadillac mun kynna nýjar gerðir þekktra bílgerða sinna árið 2019, meðal annars nýjan CTS fólksbíl og XT5 jeppling, sem verður ný bílgerð í vopnabúri Cadillac. Ekki er þó víst að Escala tilraunbíllinn verði framleiddur í óbreyttri mynd þó fagur sé. Hann er byggður á sama undirvagni og CT6 bíll Cadillac en er þó 15 cm lengri og með “coupe”-hönnun. Ef af honum verður myndi hann líklega leysa af fyrirhugaðan CT8 bíl sem var á teikniborði Cadillac en hefur verið settur í skúffuna vegna mikillar eftirspurnar eftir jeppum og jepplingum. Á meðan Cadillac finnur útúr því hvort þessi mikla eftirspurn er eingöngu vegna lágs verðs á eldsneyti nú eða hvort þessi eftirspurn eftir jeppum og jepplingum heldur áfram ætlar Cadillac að liggja yfir bestu kostunum, því meiningin er jú alltaf að framleiða bíla sem mest eftirspurn er eftir. Sjá má kynningu á bílnum í Pebble Beach um daginn í myndskeiði hér að ofan.Framúrstefnuleg innri hönnun og óvenjuleg efnisnotkun.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent