Íslenski boltinn

Doumbia fékk sigurmarkið skráð á sig | Sjáðu markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kassim Doumbia skoraði sigurmark FH gegn Stjörnunni samkvæmt leikskýrslu Þórodds Hjaltalín, dómara, á ksi.is.

Doumbia hafði skorað áður í leiknum þegar hann kom FH í 2-1 forystu með marki á 54. mínútu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Hólmbert Aron Friðjónsson metin með sínu öðru marki í leiknum.

Sigurmark FH kom svo eftir klafs í teignum. Doumbia virðist ná að skalla boltann en Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar, eiga svo misheppnaða tilraun til hreinsunar en hann virðist sparka boltanum í samherja og fór boltinn inn af honum.

Doumbia hafði ekki skorað á tímabilinu til þessa fyrir leikinn í gær en samkvæmt gagnagrunni KSÍ er hann nú kominn með tvö mörk.

Nánari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.

Uppfært 10.30: Eftir að Vísir birti þessa frétt hefur skráningunni verið breytt á vef KSÍ. Sigurmark FH er nú skráð sem sjálfsmark. Það var þó ekkert sem gaf til kynna í fyrri skráningu að um óstaðfesta leikskýrslu væri að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×