Gísli fékk að prófa 1.088 hestafla Rimac Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 14:58 Gísli Gíslason fyrir framan Rimac bílinn. Fyrir nokkrum dögum síðan mátti hér á visir.is sjá myndskeið þar sem króatíski rafmagnsbíllinn Rimac rústar bæði Tesla og Ferrari bíl í spyrnu. Þar fer heldur enginn letingi því þessi rafmagnsbíll er aðeins 2,6 sekúndur í hundrað km hraða. Íslendingurinn Gísli Gíslason fékk, fyrstur Íslendinga, að prufukeyra Rimac ofurrafbílinn um síðustu helgi. “Ég hef fylgst með Rimac frá stofnun fyrirtækisins,” sagði Gísli eftir komuna til Íslands. Þetta byrjaði allt árið 2008 þegar Króatinn Mate Rimac breytti BMW E30 bílnum sínum í rafmagnssportbíl. Ári síðar stofnaði hann Rimac Automobiliti í Sveta Nedelja í Króatíu. “Ég fór og hitti hann og Rimac teymið á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011, en þar frumsýndi hann fyrsta ofurrafbílinn Concept_One frá Rimac. Árið eftir sló bíllinn 5 Guinnes met og FIA heimsmet sem hraðskreiðasti rafbíllinn.” Árið 2013 átti sér stað mikil tæknivinna og þróun á bílnum og árið 2014 var Concept_One bíllinn valinn til að keyra á kappasktursbrautunum á undan bílunum hjá Formúlu E mótaröðinni. Rimac kynnti síðan lokaafurðina af Concpt_One í Pebble Beach um síðustu helgi og voru með sér kynningu á bílnum á búgarði í Carmel. Gísla var boðið á búgarðinn til að prufukeyra bílinn. “Þetta var óraunverulegt. Bíllinn er 2,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða og 6,2 í 200. Ég fékk að spyrna við Porsche 911 Turbo vel tjúnaðan bíl og hann var algjörlega skilinn eftir. Átti aldrei möguleika. Það er ótrúlegt að króatískt fyrirtæki sem kynnti fyrsta bílinn fyrir 5 árum sé búið að framleiða rafbíl sem pakkar saman tækni sem búin er að vera í þróun í yfir 100 ár”. Rimac Concept_One er ótrúlega tæknilega fullkominn bíll og stjórnatölva í bílnum les til dæmis stöðu hvers hjóls 1.000 sinnum á sekúndu og breytir henni til aukins stöðugleika. Bíllinn er 1.088 hestöfl og með hrikalegt 1.600 Nm tog. Hann er með hámarkshraðann 355 km/klst og kemst 330 kólómetra á hverri hleðslu.Rimac Concept_One er enginn venjulegur bíll.Gísli ekur bílnum. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent
Fyrir nokkrum dögum síðan mátti hér á visir.is sjá myndskeið þar sem króatíski rafmagnsbíllinn Rimac rústar bæði Tesla og Ferrari bíl í spyrnu. Þar fer heldur enginn letingi því þessi rafmagnsbíll er aðeins 2,6 sekúndur í hundrað km hraða. Íslendingurinn Gísli Gíslason fékk, fyrstur Íslendinga, að prufukeyra Rimac ofurrafbílinn um síðustu helgi. “Ég hef fylgst með Rimac frá stofnun fyrirtækisins,” sagði Gísli eftir komuna til Íslands. Þetta byrjaði allt árið 2008 þegar Króatinn Mate Rimac breytti BMW E30 bílnum sínum í rafmagnssportbíl. Ári síðar stofnaði hann Rimac Automobiliti í Sveta Nedelja í Króatíu. “Ég fór og hitti hann og Rimac teymið á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011, en þar frumsýndi hann fyrsta ofurrafbílinn Concept_One frá Rimac. Árið eftir sló bíllinn 5 Guinnes met og FIA heimsmet sem hraðskreiðasti rafbíllinn.” Árið 2013 átti sér stað mikil tæknivinna og þróun á bílnum og árið 2014 var Concept_One bíllinn valinn til að keyra á kappasktursbrautunum á undan bílunum hjá Formúlu E mótaröðinni. Rimac kynnti síðan lokaafurðina af Concpt_One í Pebble Beach um síðustu helgi og voru með sér kynningu á bílnum á búgarði í Carmel. Gísla var boðið á búgarðinn til að prufukeyra bílinn. “Þetta var óraunverulegt. Bíllinn er 2,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða og 6,2 í 200. Ég fékk að spyrna við Porsche 911 Turbo vel tjúnaðan bíl og hann var algjörlega skilinn eftir. Átti aldrei möguleika. Það er ótrúlegt að króatískt fyrirtæki sem kynnti fyrsta bílinn fyrir 5 árum sé búið að framleiða rafbíl sem pakkar saman tækni sem búin er að vera í þróun í yfir 100 ár”. Rimac Concept_One er ótrúlega tæknilega fullkominn bíll og stjórnatölva í bílnum les til dæmis stöðu hvers hjóls 1.000 sinnum á sekúndu og breytir henni til aukins stöðugleika. Bíllinn er 1.088 hestöfl og með hrikalegt 1.600 Nm tog. Hann er með hámarkshraðann 355 km/klst og kemst 330 kólómetra á hverri hleðslu.Rimac Concept_One er enginn venjulegur bíll.Gísli ekur bílnum.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent