Lífið

Æfir ofurhetjuhopp á dýnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jakob Gumi Vignisson.
Jakob Gumi Vignisson.
 Hann Jakob Gumi Vignisson er fimm ára en hafnar því algerlega að hann sé í leikskóla eins og fram kemur í fyrstu tveimur svörunum hans við spurningum blaðamanns.

Jakob Gumi, hvað heitir leikskólinn þinn? Þetta er ekki leikskóli. Þetta er skóli - Austurkór.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?

Í skólanum? - að fara í bíló og playmo og það er svona Batman-hús i skólanum mínum. Svo fer ég út að leika mér með Veigari vini mínum og Þorvari.

Hvað gerðir þú í sumarfrínu þínu?

Ég fór til útlanda og var í Noregi.



Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

Mér finnst skemmtilegast að tefla og að fara í útilegu. Mamma sagði að við ætluðum ekki að fara aftur í útilegu.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?

Það er api og svo risaeðlur. Það eru flugrisaeðlur og alveg fullt af risaeðlum. Svo drekar líka.

Ertu að æfa einhverja íþrótt?

Ég er í Latabæjarskóla. Þar er ég að æfa mig og gera ofurhetjuhopp á dýnu. Ég var Spiderman í gær í Latabæjarskólanum.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016






Fleiri fréttir

Sjá meira


×