Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Stjarnan 0-1 | Stjarnan í annað sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 25. september 2016 17:15 Úr leik liðanna í dag. vísir/eyþór Stjörnumenn unnu ákaflega mikilvægan sigur í Grafarvoginum í dag. Daníel Laxdal var hetja Stjörnumanna í dag en hann skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. Fjölnismenn sóttu töluvert undir lokin en tókst ekki að skora og úrslitin því 1-0 Stjörnunni í vil. Úrslitin þýða að Garðbæingar eru komnir upp í 2.sæti deildarinnar og með pálmann í höndunum í baráttunni um Evrópusæti. Fjölnir þarf hins vegar að treysta á önnur úrslit ætli þeir sér í Evrópukeppni næsta sumar.Af hverju vann Stjarnan?Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nógu beittir í vítateig andstæðingana og nýttu ekki þau tækifæri sem þeir fengu til að skora hjá Stjörnumönnum í dag. Garðbæingar voru slakir í fyrri hálfleik og það hefðu heimamenn átt að nýta sér betur. Í síðari hálfleik komu gestirnir grimmari til leiks og innkoma Baldurs á 55.mínútu gaf þeim kraft. Þeir skoruðu gott mark eftir eina af sínum fimm hornspyrnum en Fjölnismenn fengu átta hornspyrnur í leiknum sem sköpuðu sjaldan hættu. Heimamenn fengu þar að auki nokkur tækifæri til að skora úr aukaspyrnum en spyrnumenn Fjölnis voru ekki á skotskónum í dag. Undir lokin settu Fjölnismenn pressu á Garðbæinga sem vörðust vel og Guðjón Orri Sigurjónsson var þar að auki öflugur í markinu. Fjölnir var með ungan bekk í dag og Birnir Snær Ingason svo gott sem sá eini sem hefur eitthvað spilað að ráði í sumar og átti hann ágætla innkomu og var nálægt því að skapa mark. Breidd Stjörnumanna er hins vegar töluvert meiri og varamenn þeirra komu sterkir inn í dag.Þessir stóðu upp úr:Hjá Fjölni var Martin Lund Pedersen líflegur en gekk illa að koma sér í alvöru færi. Gunnar Már fékk þeirra besta færi og átti sömuleiðis ágætan dag og þá var Guðmundur Karl ágætur í vinstri bakverðinum. Steinar greip nokkrum sinnum vel inn í en leit svolítið týndur út í marki Stjörnunnar. Hjá Stjörnunni var Guðjón Orri Sigurjónsson öflugur í markinu og þeir Brynjar Gauti og Daníel Laxdal traustir í miðri vörninni auk þess sem Daníel skoraði markið mikilvæga sem réði úrslitum. Baldur Sigurðsson átti góða innkomu af bekknum og barðist vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Hilmar Árni Halldórsson hefur sannað að hann er einn af bestu spyrnumönnum Pepsi-deildarinnar og stoðsending hans á Daníel gæti verið milljóna virði þegar upp er staðið.Hvað gekk vel?Fjölnismönnum gekk vel í fyrri hálfleik að halda Stjörnumönnum í skefjum. Þeir héldu boltanum vel og Stjörnumenn komust nánast ekkert áleiðis. Varnarmenn Fjölnis voru í litlum vandræðum með Hólmbert, Arnar Má og Halldór Orra í sóknarlínu Garðbæinga enda voru þeir allir teknir af velli í síðari hálfleiknum. Rúnari Páli gekk vel með skiptingarnar í dag og bæði Baldur og Veigar Páll komu vel inn í leikinn og þá sérstaklega Baldur. Spurningin er hvort Rúnar Páll ætti ekki að byrja með hann inni á vellinum í næsta leik?Hvað gekk illa?Fjölnismönnum gekk illa að skapa sér alvöru dauðafæri og svo að nýta þau færi sem þeir náðu þó að skapa sér. Aukaspyrnur þeirra og hornspyrnur hefðu átt að skapa meiri hættu en þær gerðu og það hlýtur að svíða að fá svo sjálfir á sig mark eftir fast leikatriði. Þorvaldur Árnason hefði vel getað dæmt vítaspyrnu á Garðbæinga þegar Hörður Árnason tók boltann augljóslega með höndinni inni í vítateig. Fjölnismenn vildu þar að auki meina að Þorvaldur hefði haft af þeim tvær aðrar vítaspyrnur. Þorvaldur átti heilt yfir ágætan leik en svona ákvarðanir eru stórar og skipta afar miklu máli þegar deildin er gerð upp. Því miður fyrir Fjölnismenn féllu ákvarðanir Þorvaldar ekki með þeim í dag.Hvað gerist næst?Framundan er lokaumferð deildarinnar og baráttan um sæti í Evrópu er gríðarlega hörð en alls eiga fjögur lið möguleika á tveimur sætum í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar. Fjölnir heldur í Kópavoginn til þess að mæta Breiðabliki og þar mætast tvö lið sem bæði hafa setið í Evrópusætunum stóran hluta sumars. Þau verða að sækja til sigurs og jafntefli gerir lítið sem ekkert. Fjölnismenn köstuðu inn hvíta handklæðinu eftir leikinn í dag en eitthvað segir mér að Ágúst Gylfason sé síður en svo búinn að gefast upp. Stjörnumenn eru sömuleiðis í baráttunni og eiga framundan leik gegn Víkingi frá Ólafsvík í Garðabænum. Ólsarar eru í mikilli fallhættu og eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir Stjörnuna. Rúnar Páll þjálfari talaði um að þetta væri úrslitaleikur fyrir hans menn og er óhætt að taka undir þau orð. Allt annað en sigur yrðu vonbrigði. Ágúst: Betra liðið tapaði í dagÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis.vísir/HannaÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis sagði Evrópusætið farið úr þeirra höndum eftir úrslit dagsins. Hans menn lutu í gras á heimavelli gegn Stjörnunni og eru komnir niður í 5.sæti deildarinnar fyrir síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. „Við sýndum frábæra frammistöðu. Betra liðið tapaði hér í dag, því miður. Fyrri hálfleikur er nánast okkar eign og svo fá þeir fast leikatriði og skora úr því. Við reyndum í lokin að gera eitthvað en það lítur út fyrir að Stjarnan sé að fara í Evrópukeppnina. Við náðum ekki að klára færin sem við fengum,“ sagði svekktur þjálfari Fjölnismanna í samtali við Vísi að leik loknum. Fjölnismenn eiga erfiðan leik eftir gegn Breiðablik í síðustu umferð sem sömuleiðis eiga möguleika á Evrópusæti. Stjörnumenn og KR sem eru í sætunum fyrir ofan eiga hins vegar leiki eftir gegn liðum í fallbaráttunni. „Ég held að Stjarnan vinni sinn leik og ég veit svo sem ekki hvernig fór hjá KR en þeir vinna sinn leik líka. Auðvitað förum við í okkar leik til þess að vinna hann og nú þurfum við að treysta á aðra að þeir vinni sína vinnu og hjálpi okkur,“ bætti Ágúst við. Fjölnismenn höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum heilt yfir. Það vantaði þó hjá þeim að skapa fleiri alvöru dauðafæri. „Við náum ekki að skapa þau. En við fáum mikið af tækifærum í kringum vítateiginn. Við vorum mikla betra liðið á vellinum og vorum allan tímann með þennan leik. Við færum okkur svo ofar eftir markið og þeir ná að keyra á okkur, eðlilega. Svona er fótboltinn. En á meðan staðan var 0-0 vorum við miklu betra liðið á vellinum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að lokum. Rúnar Páll: Ég var pollrólegur í dagRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var mættur aftur á bekkinn í dag eftir tveggja leikja bann.vísir/daníelRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar fagnaði vel ásamt sínum mönnum eftir sigurinn í Grafarvogi í dag. Stjörnumenn eru komnir í 2.sæti deildarinnar og með Evrópusætið innan seilingar. „Frábær úrslit sem halda þessu á lífi fyrir okkur. Við máttum ekki tapa þessum leik. Nú er bara úrslitaleikur um næstu helgi,“ sagði kampakátur Rúnar Páll þegar Vísir hitti hann eftir leik. „Fjölnismenn voru ívið sterkari í fyrri hálfleik, ég skal alveg viðurkenna það. Við héldum út og þeir fengu fullt af hornum og aukaspyrnum sem við náðum að klára. Mér fannst við ögn sterkari fram að markinu sem við skorum. 1-0 og þá er bara að tryggja stöðuna og reyna að halda hreinu,“ bætti Rúnar við. Stjarnan er eins og áður segir komin upp í 2.sæti Pepsi-deildarinnar og með allt í eigin höndum í baráttunni um sæti í Evrópukeppni. Þeir eiga heimaleik gegn Víkingi Ólafsvík í næstu umferð en Ólsarar eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Við erum að mæta liði sem er í bullandi fallslag og við að berjast um að komast í Evrópukeppni. Það verður bara hörkuleikur. Við þurfum að sigra í þeim leik ætlum við að tryggja okkur þangað, það er ekkert öðruvísi en það.“ Rúnar Páll var í leikbanni í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar en var mættur aftur á hliðarlínuna í dag. „Það var frábært að koma aftur. Þetta var ákveðin reynsla fyrir mig að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn þar. Ég var pollrólegur í dag,“ sagði Rúnar að lokum. Gunnar Már: Hann dæmir hvort sem er í næsta leik og ekkert málGunnar Már í leik með Fjölni fyrr í sumar.vísir/vilhelmGunnar Már Guðmundsson leikmaður Fjölnis var niðurlútur eftir tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. Hann ósáttur með Þorvald Árnason dómara leiksins og vildi meina að Fjölnismenn hefðu átt að fá þrjár vítaspyrnur í leiknum. „Mér fannst við spila ágætlega en það er víst ekki nóg, við verðum að skora mörk. Það verður gaman að kíkja á nokkur atriði í leiknum og mér fannst ekkert falla með okkur í dag. Þetta er helvíti sárt,“ sagði Gunnar Már þegar Vísir náði tali af honum eftir leikinn í dag. Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Hörður Árnason fékk boltann í höndina inni í teig heimamanna. „Í tvígang fá þeir boltann í höndina. Í fyrri hálfleik er skotið og boltinn á leið í átt að marki og hann fær boltann í höndina og stoppar hann. Í seinni hálfleik er hann á leið út með boltann og með höndina langt frá líkamanum og fær boltann í hana.“ „Í þriðja skiptið þegar Tóti er á undan Baldri í boltann og hann þrumar undir hælinn á honum. Af hverju er þetta ekki víti? Þetta væri aukaspyrna úti á velli. Þetta óþolandi hvað dómarar eru, jæja ég ætla ekki að segja það. Ég vona að þeir kíki á þetta en hann dæmir hvort sem er bara næsta leik og ekkert mál,“ bætti Gunnar við. Fjölnismenn eru komnir niður í 5.sæti deildarinnar eftir úrslit dagsins og þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum ætli þeir sér Evrópusæti á næsta ári. „Ég met það þannig að við séum búnir að missa þetta úr okkar höndum. Við erum bara búnir að klúðra þessu. Að sjálfsögðu förum við í Blikaleikinn til þess að gera okkar besta en þegar maður þarf að treysta á úrslit hjá öðrum þá er það vonlaust,“ sagði Gunnar Már að lokum. Baldur: Mjög erfiður leikur framundanBaldur í leik með Stjörnunni.Vísir/ErnirBaldur Sigurðsson kom af bekknum hjá Stjörnunni í dag og átti þátt í því að Garðbæingar náðu að vinna sig vel inn í leikinn og tryggja sér sigur gegn Fjölni. Hann var að sjálfsögðu ánægður með stigin þrjú sem unnust í dag. „Á þessum kafla þegar við skorum þá fannst mér við vera að vinna okkur inn í leikinn. Fyrst að þeir nýttu ekki meðbyrinn sem þeir höfðu í fyrri hálfleik þá fannst mér við eiga það skilið að taka þennan leik. Þeir sköpuðu hættu í lokin með öllum sínum sóknarþunga en við vorum klaufar að komast ekki í 2-0 og klára þetta,“ sagði Baldur í samtali við Vísi. „Það er það mikilvægasta að þetta er í okkar höndum. Það er hins vegar mjög erfiður leikur framundan við Ólsara sem eru ekki búnir að bjarga sér. Þeir koma dýrvitlausir til leiks en það er rétt að það er ljúft að vera komnir með þetta í okkar hendur. Við vitum að ef við vinnum þá náum við markmiðinu sem er Evrópusæti,“ bætti Baldur við. Baldur átti eins og áður segir góða innkomu en það kom örlítið á óvart að Húsvíkingurinn knái skyldi ekki byrja inná í dag. „Ég vona að ég hafi haft góð áhrif á liðið. Hlutverk varamanna er að gera það og kannski tókst það ágætlega í dag. Ég vona að ég vinni mér sæti í liðinu fyrir næsta leik“ sagði Baldur að endingu.vísir/eyþórvísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Stjörnumenn unnu ákaflega mikilvægan sigur í Grafarvoginum í dag. Daníel Laxdal var hetja Stjörnumanna í dag en hann skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. Fjölnismenn sóttu töluvert undir lokin en tókst ekki að skora og úrslitin því 1-0 Stjörnunni í vil. Úrslitin þýða að Garðbæingar eru komnir upp í 2.sæti deildarinnar og með pálmann í höndunum í baráttunni um Evrópusæti. Fjölnir þarf hins vegar að treysta á önnur úrslit ætli þeir sér í Evrópukeppni næsta sumar.Af hverju vann Stjarnan?Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nógu beittir í vítateig andstæðingana og nýttu ekki þau tækifæri sem þeir fengu til að skora hjá Stjörnumönnum í dag. Garðbæingar voru slakir í fyrri hálfleik og það hefðu heimamenn átt að nýta sér betur. Í síðari hálfleik komu gestirnir grimmari til leiks og innkoma Baldurs á 55.mínútu gaf þeim kraft. Þeir skoruðu gott mark eftir eina af sínum fimm hornspyrnum en Fjölnismenn fengu átta hornspyrnur í leiknum sem sköpuðu sjaldan hættu. Heimamenn fengu þar að auki nokkur tækifæri til að skora úr aukaspyrnum en spyrnumenn Fjölnis voru ekki á skotskónum í dag. Undir lokin settu Fjölnismenn pressu á Garðbæinga sem vörðust vel og Guðjón Orri Sigurjónsson var þar að auki öflugur í markinu. Fjölnir var með ungan bekk í dag og Birnir Snær Ingason svo gott sem sá eini sem hefur eitthvað spilað að ráði í sumar og átti hann ágætla innkomu og var nálægt því að skapa mark. Breidd Stjörnumanna er hins vegar töluvert meiri og varamenn þeirra komu sterkir inn í dag.Þessir stóðu upp úr:Hjá Fjölni var Martin Lund Pedersen líflegur en gekk illa að koma sér í alvöru færi. Gunnar Már fékk þeirra besta færi og átti sömuleiðis ágætan dag og þá var Guðmundur Karl ágætur í vinstri bakverðinum. Steinar greip nokkrum sinnum vel inn í en leit svolítið týndur út í marki Stjörnunnar. Hjá Stjörnunni var Guðjón Orri Sigurjónsson öflugur í markinu og þeir Brynjar Gauti og Daníel Laxdal traustir í miðri vörninni auk þess sem Daníel skoraði markið mikilvæga sem réði úrslitum. Baldur Sigurðsson átti góða innkomu af bekknum og barðist vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Hilmar Árni Halldórsson hefur sannað að hann er einn af bestu spyrnumönnum Pepsi-deildarinnar og stoðsending hans á Daníel gæti verið milljóna virði þegar upp er staðið.Hvað gekk vel?Fjölnismönnum gekk vel í fyrri hálfleik að halda Stjörnumönnum í skefjum. Þeir héldu boltanum vel og Stjörnumenn komust nánast ekkert áleiðis. Varnarmenn Fjölnis voru í litlum vandræðum með Hólmbert, Arnar Má og Halldór Orra í sóknarlínu Garðbæinga enda voru þeir allir teknir af velli í síðari hálfleiknum. Rúnari Páli gekk vel með skiptingarnar í dag og bæði Baldur og Veigar Páll komu vel inn í leikinn og þá sérstaklega Baldur. Spurningin er hvort Rúnar Páll ætti ekki að byrja með hann inni á vellinum í næsta leik?Hvað gekk illa?Fjölnismönnum gekk illa að skapa sér alvöru dauðafæri og svo að nýta þau færi sem þeir náðu þó að skapa sér. Aukaspyrnur þeirra og hornspyrnur hefðu átt að skapa meiri hættu en þær gerðu og það hlýtur að svíða að fá svo sjálfir á sig mark eftir fast leikatriði. Þorvaldur Árnason hefði vel getað dæmt vítaspyrnu á Garðbæinga þegar Hörður Árnason tók boltann augljóslega með höndinni inni í vítateig. Fjölnismenn vildu þar að auki meina að Þorvaldur hefði haft af þeim tvær aðrar vítaspyrnur. Þorvaldur átti heilt yfir ágætan leik en svona ákvarðanir eru stórar og skipta afar miklu máli þegar deildin er gerð upp. Því miður fyrir Fjölnismenn féllu ákvarðanir Þorvaldar ekki með þeim í dag.Hvað gerist næst?Framundan er lokaumferð deildarinnar og baráttan um sæti í Evrópu er gríðarlega hörð en alls eiga fjögur lið möguleika á tveimur sætum í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar. Fjölnir heldur í Kópavoginn til þess að mæta Breiðabliki og þar mætast tvö lið sem bæði hafa setið í Evrópusætunum stóran hluta sumars. Þau verða að sækja til sigurs og jafntefli gerir lítið sem ekkert. Fjölnismenn köstuðu inn hvíta handklæðinu eftir leikinn í dag en eitthvað segir mér að Ágúst Gylfason sé síður en svo búinn að gefast upp. Stjörnumenn eru sömuleiðis í baráttunni og eiga framundan leik gegn Víkingi frá Ólafsvík í Garðabænum. Ólsarar eru í mikilli fallhættu og eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir Stjörnuna. Rúnar Páll þjálfari talaði um að þetta væri úrslitaleikur fyrir hans menn og er óhætt að taka undir þau orð. Allt annað en sigur yrðu vonbrigði. Ágúst: Betra liðið tapaði í dagÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis.vísir/HannaÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis sagði Evrópusætið farið úr þeirra höndum eftir úrslit dagsins. Hans menn lutu í gras á heimavelli gegn Stjörnunni og eru komnir niður í 5.sæti deildarinnar fyrir síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. „Við sýndum frábæra frammistöðu. Betra liðið tapaði hér í dag, því miður. Fyrri hálfleikur er nánast okkar eign og svo fá þeir fast leikatriði og skora úr því. Við reyndum í lokin að gera eitthvað en það lítur út fyrir að Stjarnan sé að fara í Evrópukeppnina. Við náðum ekki að klára færin sem við fengum,“ sagði svekktur þjálfari Fjölnismanna í samtali við Vísi að leik loknum. Fjölnismenn eiga erfiðan leik eftir gegn Breiðablik í síðustu umferð sem sömuleiðis eiga möguleika á Evrópusæti. Stjörnumenn og KR sem eru í sætunum fyrir ofan eiga hins vegar leiki eftir gegn liðum í fallbaráttunni. „Ég held að Stjarnan vinni sinn leik og ég veit svo sem ekki hvernig fór hjá KR en þeir vinna sinn leik líka. Auðvitað förum við í okkar leik til þess að vinna hann og nú þurfum við að treysta á aðra að þeir vinni sína vinnu og hjálpi okkur,“ bætti Ágúst við. Fjölnismenn höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum heilt yfir. Það vantaði þó hjá þeim að skapa fleiri alvöru dauðafæri. „Við náum ekki að skapa þau. En við fáum mikið af tækifærum í kringum vítateiginn. Við vorum mikla betra liðið á vellinum og vorum allan tímann með þennan leik. Við færum okkur svo ofar eftir markið og þeir ná að keyra á okkur, eðlilega. Svona er fótboltinn. En á meðan staðan var 0-0 vorum við miklu betra liðið á vellinum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að lokum. Rúnar Páll: Ég var pollrólegur í dagRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var mættur aftur á bekkinn í dag eftir tveggja leikja bann.vísir/daníelRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar fagnaði vel ásamt sínum mönnum eftir sigurinn í Grafarvogi í dag. Stjörnumenn eru komnir í 2.sæti deildarinnar og með Evrópusætið innan seilingar. „Frábær úrslit sem halda þessu á lífi fyrir okkur. Við máttum ekki tapa þessum leik. Nú er bara úrslitaleikur um næstu helgi,“ sagði kampakátur Rúnar Páll þegar Vísir hitti hann eftir leik. „Fjölnismenn voru ívið sterkari í fyrri hálfleik, ég skal alveg viðurkenna það. Við héldum út og þeir fengu fullt af hornum og aukaspyrnum sem við náðum að klára. Mér fannst við ögn sterkari fram að markinu sem við skorum. 1-0 og þá er bara að tryggja stöðuna og reyna að halda hreinu,“ bætti Rúnar við. Stjarnan er eins og áður segir komin upp í 2.sæti Pepsi-deildarinnar og með allt í eigin höndum í baráttunni um sæti í Evrópukeppni. Þeir eiga heimaleik gegn Víkingi Ólafsvík í næstu umferð en Ólsarar eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Við erum að mæta liði sem er í bullandi fallslag og við að berjast um að komast í Evrópukeppni. Það verður bara hörkuleikur. Við þurfum að sigra í þeim leik ætlum við að tryggja okkur þangað, það er ekkert öðruvísi en það.“ Rúnar Páll var í leikbanni í síðustu tveimur leikjum Stjörnunnar en var mættur aftur á hliðarlínuna í dag. „Það var frábært að koma aftur. Þetta var ákveðin reynsla fyrir mig að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn þar. Ég var pollrólegur í dag,“ sagði Rúnar að lokum. Gunnar Már: Hann dæmir hvort sem er í næsta leik og ekkert málGunnar Már í leik með Fjölni fyrr í sumar.vísir/vilhelmGunnar Már Guðmundsson leikmaður Fjölnis var niðurlútur eftir tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. Hann ósáttur með Þorvald Árnason dómara leiksins og vildi meina að Fjölnismenn hefðu átt að fá þrjár vítaspyrnur í leiknum. „Mér fannst við spila ágætlega en það er víst ekki nóg, við verðum að skora mörk. Það verður gaman að kíkja á nokkur atriði í leiknum og mér fannst ekkert falla með okkur í dag. Þetta er helvíti sárt,“ sagði Gunnar Már þegar Vísir náði tali af honum eftir leikinn í dag. Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Hörður Árnason fékk boltann í höndina inni í teig heimamanna. „Í tvígang fá þeir boltann í höndina. Í fyrri hálfleik er skotið og boltinn á leið í átt að marki og hann fær boltann í höndina og stoppar hann. Í seinni hálfleik er hann á leið út með boltann og með höndina langt frá líkamanum og fær boltann í hana.“ „Í þriðja skiptið þegar Tóti er á undan Baldri í boltann og hann þrumar undir hælinn á honum. Af hverju er þetta ekki víti? Þetta væri aukaspyrna úti á velli. Þetta óþolandi hvað dómarar eru, jæja ég ætla ekki að segja það. Ég vona að þeir kíki á þetta en hann dæmir hvort sem er bara næsta leik og ekkert mál,“ bætti Gunnar við. Fjölnismenn eru komnir niður í 5.sæti deildarinnar eftir úrslit dagsins og þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum ætli þeir sér Evrópusæti á næsta ári. „Ég met það þannig að við séum búnir að missa þetta úr okkar höndum. Við erum bara búnir að klúðra þessu. Að sjálfsögðu förum við í Blikaleikinn til þess að gera okkar besta en þegar maður þarf að treysta á úrslit hjá öðrum þá er það vonlaust,“ sagði Gunnar Már að lokum. Baldur: Mjög erfiður leikur framundanBaldur í leik með Stjörnunni.Vísir/ErnirBaldur Sigurðsson kom af bekknum hjá Stjörnunni í dag og átti þátt í því að Garðbæingar náðu að vinna sig vel inn í leikinn og tryggja sér sigur gegn Fjölni. Hann var að sjálfsögðu ánægður með stigin þrjú sem unnust í dag. „Á þessum kafla þegar við skorum þá fannst mér við vera að vinna okkur inn í leikinn. Fyrst að þeir nýttu ekki meðbyrinn sem þeir höfðu í fyrri hálfleik þá fannst mér við eiga það skilið að taka þennan leik. Þeir sköpuðu hættu í lokin með öllum sínum sóknarþunga en við vorum klaufar að komast ekki í 2-0 og klára þetta,“ sagði Baldur í samtali við Vísi. „Það er það mikilvægasta að þetta er í okkar höndum. Það er hins vegar mjög erfiður leikur framundan við Ólsara sem eru ekki búnir að bjarga sér. Þeir koma dýrvitlausir til leiks en það er rétt að það er ljúft að vera komnir með þetta í okkar hendur. Við vitum að ef við vinnum þá náum við markmiðinu sem er Evrópusæti,“ bætti Baldur við. Baldur átti eins og áður segir góða innkomu en það kom örlítið á óvart að Húsvíkingurinn knái skyldi ekki byrja inná í dag. „Ég vona að ég hafi haft góð áhrif á liðið. Hlutverk varamanna er að gera það og kannski tókst það ágætlega í dag. Ég vona að ég vinni mér sæti í liðinu fyrir næsta leik“ sagði Baldur að endingu.vísir/eyþórvísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira