Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2016 13:00 105 sm lax sem veiddist 28. ágúst í Áveituhyl í Vatnsdalsá. Mynd: Vatnsdalsá FB Það veiðast víða stórlaxar þessa dagana en ein af þeim ám sem er að skila mörgum stórlaxinum á land er Vatnsdalsá. Veiðin hefur þó verið nokkuð róleg í ánni enda hafa árnar margar hverjar verið að glíma við vatnsleysi og tökuleysi með því. Það vantar mikið uppá eins árs laxinn í Vatnsdalsá eins og víðar en það er þó ekkert hægt að kvarta því áin er engu að síður að skila ágætis veiði en heildartalan úr henni í dag er komin í 640 laxa og það á ennþá eftir að veiða í 30 daga. Meðallengdin í sumar er 78 sm og þyngdin um 11 pund sem er afar gott. Það koma þó góðir dagar inná milli og þá sérstaklega með tilliti til stærðar en þann 28. ágúst komu 14 laxar á land og þar af veiddust 98, 101 og 105 sm laxar. Stærsti laxinn í sumar er 109 sm sem veiddist 27. ágúst og var það eini lax dagsins. Í bland við laxinn veiðist líka nokkuð af vænni bleikju í ánni en einnig veiðist sjóbirtingur og staðbundinn urriði svo það er von á ýmsu á flugurnar í Vatnsdalsá. Mest lesið Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði
Það veiðast víða stórlaxar þessa dagana en ein af þeim ám sem er að skila mörgum stórlaxinum á land er Vatnsdalsá. Veiðin hefur þó verið nokkuð róleg í ánni enda hafa árnar margar hverjar verið að glíma við vatnsleysi og tökuleysi með því. Það vantar mikið uppá eins árs laxinn í Vatnsdalsá eins og víðar en það er þó ekkert hægt að kvarta því áin er engu að síður að skila ágætis veiði en heildartalan úr henni í dag er komin í 640 laxa og það á ennþá eftir að veiða í 30 daga. Meðallengdin í sumar er 78 sm og þyngdin um 11 pund sem er afar gott. Það koma þó góðir dagar inná milli og þá sérstaklega með tilliti til stærðar en þann 28. ágúst komu 14 laxar á land og þar af veiddust 98, 101 og 105 sm laxar. Stærsti laxinn í sumar er 109 sm sem veiddist 27. ágúst og var það eini lax dagsins. Í bland við laxinn veiðist líka nokkuð af vænni bleikju í ánni en einnig veiðist sjóbirtingur og staðbundinn urriði svo það er von á ýmsu á flugurnar í Vatnsdalsá.
Mest lesið Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði