Lífið

Stálu mennta­skóla­stelpu og slökkvi­liðið tók hann í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, heldur nú áfram á annarri keppnisviku. Sigurgeir Andri Ágústsson úr FB og Fannar Freyr Ómarsson úr MS mættust í gær á sjötta keppnisdegi. Hægt er að horfa á framlag þeirra í spilaranum hér að ofan.

Sigurgeir Andri fer yfir í annan framhaldsskóla og rænir þar nemanda úr MS. Fannar Freyr var spúlaður af slökkviliðinu og í þokkabót var hann nakinn.

Tuttugu framhaldsskólar hafa skráð sig til leiks í keppninni. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fer atkvæðagreiðslan fram þar.

Tveir skólar keppa á dag og reyna snappararnir að öðlast hylli áhorfenda með fyndnum, skemmtilegum eða áhugaverðum snöppum. Áhorfendur velja svo þann sem þeim þykir betri með skjáskoti í lok dags. Sá skóli sem fær fleiri skjáskot og þar af leiðandi atkvæði kemst áfram í undanúrslit. 

Atkvæðagreiðsla fyrir fimmta keppnisdag kláraðist í gær en þar mættust Óli Bjarki Austfjörð og Júlíus Óli Stefánsson fyrir hönd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og Menntaskólans í Kópavogi.

Júlíus Óli vann það einvígi fyrir hönd MK og mun því halda áfram í næstu umferð.

Júlíus Óli stóð sig vel.
Verslunarskóli Íslands og Kvennaskólinn mætast í dag, á sjöunda keppnisdegi, og er hægt að fylgjast með einvíginu á Snapchat-reikningnum Attan_official. Við munum birta myndband af keppni þeirra hér á Vísi á morgun.

Keppnin heldur áfram næstu vikurnar og mun Vísir fylgjast grannt með gangi mála. 

Að keppninni stendur sam­fé­lags­miðla­þátturinn Áttan, sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa. Nýherji er bakhjarl keppninnar og fær sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning.

Dagskrá keppninnar:

22. ágúst

Fjölbrautarskóli Vesturlands vs. Menntaskólinn við Hamrahlíð (sigurvegari)

23. ágúst

Fjölbrautarskóli Mosfellsbæjar vs. Menntaskólinn á Tröllaskaga (sigurvegari)

24. ágúst

Framhaldsskólinn á Húsavík (sigurvegari) vs. Tækniskólinn

25. ágúst

Menntaskólinn á Akureyri (sigurvegari) vs. Fjölbraut við Ármúla

26. ágúst

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vs. Menntaskólinn í Kópavogi (sigurvegari)

29. ágúst

Fjölbraut í Breiðholti vs. Menntaskólinn við Sund

30. ágúst

Kvennaskólinn vs. Verzlunarskóli Íslands

31. ágúst

Fjölbrautarskóli Snæfellinga vs. Fjölbraut í Garðabæ

1. september

Menntaskólinn í Reykjavík vs. Verkmenntaskólinn á Akureyri

2. september

Fjölbrautarskóli Suðurlands vs. Flensborgarskólinn

Sigurvegarinn hlýtur Lenovo tölvu frá Nýherja.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.