Lífið

Fjallið refsaði lóðunum með framleiðendum Game of Thrones

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hafþór með félögunum.
Hafþór með félögunum. Mynd/Hafþór Júlíus Björnsson.
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið hefur í morg horn að líta líkt og svo oft áður. Hann er virkur í ræktinni og tók nýverið duglega á því með þeim félögum D.B. Weiss og David Benioff sem best eru þekktir fyrir að framleiða hinu geysivinsælu þætti Game of Thrones.

Hafþór fer þar með hlutverk Fjallsins eða Gregor Clegane og eru tökur á sjöundu þáttaröð hafnar og þar lætur Hafþór sig ekki vanta.

„Nýbúinn að æfa með yfirmönnunum. Ég var þreyttur eftir langan tökudag og þeir tóku mig í nefið í sumum æfingunum,“ skrifar Hafþór á Instagram-síðu sinni. „Nei, bara grín. Það er ástæða fyrir því að ég er Fjallið!“

Hafþór keppti á dögunum í keppninni um sterkasta mann heims og lenti þar í öðru sæti en vann í leiðinni hug og hjörtu Botwsana-búa en keppnin fór þar fram. Þá er hann í óða önn við að reisa bæði kaldan og heitan pott í garðinum við heimili sitt.

Best er hann þó þekktur fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones en ekki liggur fyrir hvenær næsta þáttaröð verður gefin út, þrátt fyrir að tökur séu byrjaðar.


Tengdar fréttir

Hafþór setur upp heitan og kaldan pott í garðinum

"Þetta er að gerast. Heitur og kaldur pottur í garðinum hjá mér,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, kannski betur þekktur sem Fjallið, á Instagram en hann hefur komið fyrir heitum og köldum potti í garðinum hjá sér og eru þeir hlið við hlið.

Brian Shaw sigraði Fjallið

Hafþór Júlíus var annar í keppninni um Sterkasta mann heims en aðeins munaði þremur stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.