Þúsundir Íslendinga biðu í röð fyrir utan Kórinn í dag þar sem fyrri tónleikar Justin Bieber hér á landi fara fram nú í kvöld. Sena hefur birt drónamyndband af þvögunni fyrir utan húsið, sem sjá má hér að neðan.
Boðað hafði verið að opnað yrði inn á svæðið klukkan fjögur en þrátt fyrir að öryggisgæsla virðist ákaflega vel skipulögð dróst eilítið að fólki væri hleypt inn. Yfiröryggisvörðurinn lagði línurnar og hélt ræðu yfir þeim sem mættir voru, hvaða reglum bæri að fylgja. Svo var hleypt inn og eftirvæntingin leyndi sér hvergi. Hins vegar vakti athygli hversu vel gekk og tónleikagestir prúðir þegar þeir streymdu á svæðið.
Svíþjóð
Ísland