Innlent

Maðurinn enn á gjörgæslu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/eyþór
Maðurinn sem lenti í alvarlegu vinnuslysi við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur í gær er enn á gjörgæslu, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Hann hafði verið að störfum við grunninn þegar hann féll niður fjóra til fimm metra, ekki í öryggislínu.

Nokkur viðbúnaður var við svæðið í kjölfarið. Lögregla stýrði umferð á öllum ljósum frá miðborginni og að Fossvogi, þangað sem manninum var ekið í sjúkrabíl í forgangsakstri.

Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöld að fallvörnum hafi verið ábótavant á verkstaðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×