Eini keppandi Sierra Leone á Ólympíumóti fatlaðra er heimilislaus og býr á skrifstofu á þjóðarleikvanginum í Sierra Leone.
Hann heitir George Wyndham og mun taka þátt í borðtenniskeppni mótsins. Hann hefur unnið til verðlauna á alþjóðamótum. Sá eini frá sínu landi sem hefur náð því í borðtennis.
Íþróttasamband fatlaðra í Sierra Leone hefur séð um Wyndham og leyft honum að búa á skrifstofu sambandsins á vellinum.
„Ég hef búið hérna í nokkur ár og er heppinn að hafa þessa aðstöðu. Ég kem hingað aftur eftir Ólympíumótið því hef ekki í nein hús að venda,“ sagði Wyndham.
Verður áhugavert að sjá hvernig Wyndham gengur í Ríó.
Heimilislaus á Ólympíumóti fatlaðra
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn