Jón Björn: Mikil og góð spenna í hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2016 06:00 Jón Margeir verður í eldlínunni í Ríó á næstu dögum. mynd/fí Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14 Aðrar íþróttir Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14
Aðrar íþróttir Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti