Lífið

Stuð frameftir nóttu í prófkjörsgleði Auðar og Sigurðar - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Hólm ásamt Helga Hrafni. Auður er hér lengst til hægri
Sigurður Hólm ásamt Helga Hrafni. Auður er hér lengst til hægri
Það var stuð frameftir nóttu í prófkjörsgleði Auðar Ölfu Ólafsdóttur og Sigurðar Hólm síðastliðinn föstudag en þau eru bæði að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fer fram næstu helgi, Auður Alfa í 3.-4. sæti en Sigurður í 2.-3. sæti.

„Við ákváðum að halda þetta saman þó við séum í raun að keppa í prófkjörinu.Við erum bæði frekar afslappaðar týpur og fannst því tilvalið að halda þetta saman og hjálpast að,“ segir Auður í samtali við Lífið.

„Við vorum líka sammála um að það væri í lagi breyta aðeins út af vananum og að þetta þyrfti ekki að vera eftir einhverri fyrirfram ákveðinni uppskrift.“

Hún segir að enginn ræðuhöld hafi verið og stemningin því mjög afslöppuð framan af kvöldi.

„Við spjölluðum við gesti og gangandi og einn gesturinn benti á að með því værum við líka aðgengilegri fyrir fólk sem hefði áhuga á að tala við okkur og vita hvað við stæðum fyrir. Fleiri frambjóðendur mættu og þá mætti einnig fólk úr öðrum flokkum sem var mjög skemmtilegt. Þeir seinustu fóru út klukkan hálf þrjú.“

Lífið tekur með glöðu geði á móti myndum úr framboðspartýium og er hægt að senda þær inn á stefanp@365.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×