Lífið

Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili.
Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili. vísir
Undirbúningur fyrir stórtónleika Justin Bieber er hafinn af fullum krafti í Kórnum í Kópavogi. Söngvarinn heldur tvenna tónleika þar í næstu viku, 8. og 9. september.

Samkvæmt heimildum Vísis er fylgdarlið Bieber byrjað að koma til landsins og von er á fjölda fólks til landsins á næstu dögum. Tónleikarnir hér á landi marka upphafið á Evrópuhluta tónleikaferðalags Bieber sem lýkur í nóvember.

Ísleifur Þórhallson, tónleikahaldari hjá Senu, segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir tónleikana sé þegar hafin í Kórnum. Þá staðfestir hann að undirbúningurinn taki heila viku. „Þetta er svo mikið monster að þetta er engu lagi líkt,“ segir Ísleifur.

Hann segir tónleikagesti mega búast við miklu sjónarspili. „Þetta er bara nýtt level að öllu leyti. Útlendingarnir eru að koma hingað með einhver 40 tonn og við erum búnir að hreinsa upp allar græjur á landinu. Hvað varðar sviðsumgjörð, vídeó, stærðina á sviðinu, laser og pyro. Þetta er bara nýtt level.“

Ísleifur segir tónleika Bieber vera þá stærstu sem haldnir hafi verið á Íslandi. „Þetta er langt út fyrir allt sem hefur sést áður á Íslandi. Langstærsta sem hefur verið hérna.“

Eins og fyrr segir verða tónleikar Bieber í Kórnum í Kópavogu 8. og 9. september næstkomandi.

Hér að neðan má heyra lagið Sorry, sem tónleikagestir geta átt von á að heyra í Kórnum í næstu viku.


Tengdar fréttir

Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi

Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.