18 bílar komnir í úrslit í vali á Bíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 10:46 Volvo XC90 var bíll ársins í fyrra. Dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið þá 18 bíla sem komast í lokaúrtakið fyrir Bíl ársins 2017. Alls komast þrír bílar áfram í hverjum flokki en flokkarnir eru nú sex talsins. Lokaprófanir á þessum bílum mun fara fram á næstunni og því styttist í endanlegt val á Bíl ársins hér á landi þetta árið. Í flokki smábíla og minni millistærðarbíla komast áfram í stafrófsröð Opel Astra, Renault Megane, og Suzuki Baleno. Í flokki millistærðar, stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla komast áfram Mercedes-Benz E-lína, Renault Talisman og VW Passat GTE. Í sportbílaflokki komast áfram Ford Focus RS, Lexus RC300h og VW Golf GTI Clubsport. Í flokki jepplinga komast áfram Honda HRV, Kia Sportage og VW Tiguan. Í flokki jeppa komast áfram Audi Q7 E-Tron, BMW X5 Pug-in Hybrid og Lexus RX450h. Loks er flokkur pallbíla í fyrsta skipti en þar komast áfram Mitsubishi L200, Nissan Navara og Toyota Hilux. Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur opnað nýja heimasíðu í tilefni valsins nú, billarsins.is og þar má sjá myndir af öllum þeim bílum sem nú koma til greina sem Bíll ársins. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent
Dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið þá 18 bíla sem komast í lokaúrtakið fyrir Bíl ársins 2017. Alls komast þrír bílar áfram í hverjum flokki en flokkarnir eru nú sex talsins. Lokaprófanir á þessum bílum mun fara fram á næstunni og því styttist í endanlegt val á Bíl ársins hér á landi þetta árið. Í flokki smábíla og minni millistærðarbíla komast áfram í stafrófsröð Opel Astra, Renault Megane, og Suzuki Baleno. Í flokki millistærðar, stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla komast áfram Mercedes-Benz E-lína, Renault Talisman og VW Passat GTE. Í sportbílaflokki komast áfram Ford Focus RS, Lexus RC300h og VW Golf GTI Clubsport. Í flokki jepplinga komast áfram Honda HRV, Kia Sportage og VW Tiguan. Í flokki jeppa komast áfram Audi Q7 E-Tron, BMW X5 Pug-in Hybrid og Lexus RX450h. Loks er flokkur pallbíla í fyrsta skipti en þar komast áfram Mitsubishi L200, Nissan Navara og Toyota Hilux. Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur opnað nýja heimasíðu í tilefni valsins nú, billarsins.is og þar má sjá myndir af öllum þeim bílum sem nú koma til greina sem Bíll ársins.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent