Engir dísilbílar Volkswagen til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 09:32 Engis Volkswagen bílar með dísilvél verða seldir á næstunni í Bandaríkjunum. Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent