Tónleikarnir breyttust í plötu 17. september 2016 18:00 Hljómsveitin Puffin Island, f.v.: Aron Steinþórsson, Egill Jónsson og Skúli Jónsson. MYND/GVA Hjómsveitin Puffin Island hefur vakið nokkra athygli undanfarið ár fyrir melódíska og afar áheyrilega popp- og rokktónlist. Sveitin hefur m.a. átt þrjú lög ofarlega á Vinsældarlista Rásar 2, þar af lagið Harrison sem náði þriðja sætinu síðasta sumar. Í vor kom frumburður sveitarinnar út, Another Day, sem hefur fengið góðar viðtökur víðast hvar. Það eru bræðurnir Egill og Skúli Jónssynir og Aron Steinþórsson sem skipa sveitina en þeir ólust allir upp í Vestubæ Reykjavíkur. Hljómsveitin á sér frekar stuttan líftíma því boltinn byrjaði að rúlla snemma árs 2015. Þá var Skúli kominn með dágóðan bunka af lagahugmyndum sem hann vissi ekki hvað hann ætti að gera við. „Ég hafði þá samband við Aron og spurði hvort hann væri ekki til í að glamra þessar hugmyndir til og þróa áfram. Þá var markmiðið að reyna að æfa upp sett fyrir tónleika um sumarið. Í eitt skiptið sat Egill með okkur þar sem við vorum að spila lögin og honum leist svo vel á að hann sagði: Strákar mínir, við tökum þetta upp og gerum plötu.“Puffin Island hitaði upp fyrir Ný Dönsk á Nasa síðustu helgi.Mynd/Snæfríður JónsdóttirHressandi lög Þannig breyttust áform þeirra, tónleikarnir voru settir í salt og stefnan sett á upptökur segir Aron. „Vendipunkturinn í öllu ferlinu var stuttu eftir þessa yfirlýsingu Egils, þegar hann trommaði öll lögin inn á teip á einum degi. Vorið og sumarið fóru svo í að taka upp öll hin hljóðfærin og söng, fyrir utan auðvitað að semja texta við lögin. Við vorum í smá kapphlaupi við tímann því Skúli var að flytja til New York síðsumars. Eftir að Skúli flutti út fór hljóðblöndunarvinna af stað, samhliða því sem við settum eitt og eitt lag í spilun yfir veturinn.“ Fyrsta lagið til að fá spilun var Harrison. Lagið varð óvænt nokkuð mikið spilað sumarið 2015 og náði fyrir vikið þriðja sætinu á Vinsældarlista Rásar 2. Í kjölfarið fylgdu lögin Another Day og Stúlka sem bæði enduðu ofarlega á sama lista. Frumburðurinn, Another Day, kom svo lokst út síðasta vor og hef fengið góða dóma víðast hvar.Syngja á ensku og íslensku Sjálfir lýsa þeir tónlist sinni sem grípandi indípoppi þar sem gítarar eru áberandi, lögin oft lituð af „doo-wop“ innblásnum bakröddumog enginn skortur sé á tambúrínuhristingi. Textar plötunnar eru bæði á íslensku og ensku. Egill segir þá ekki hafa hugsað plötuna sem konsept stykki, frekar sem samansafn af fjörugum lögum. „Því vorum við ekkert að stressa okkur á að hafa texta bara á ensku eða íslensku. Við létum það bara ráðast svolítið eftir laglínum og anda laganna. Einfaldar enskar textasmíðar henta sumum lögunum á plötunni. Við höfðum líka frekar þröngan tímaramma út af því að Skúli var að fara út um haustið svo sumir textarnir voru ekki fullkláraðir fyrr en nokkrum mínútum áður en þeir voru sungnir inn.“Frumburður sveitarinnar kom út í vor og hefur fengið góða dóma.Mynd/Knútur GústafssonNýtt efni framundan Þar sem Skúli var búsettur í New York í sumar gátu þeir ekki fylgt plötunni almennilega eftir. Nú er hann kominn heim og sveitin hélt sína fyrstu tónleika á Nasa síðustu helgi. Þar hituðu þeir upp fyrir Nýdönsk sem var heljarinnar teiti að sögn Skúla. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fá smá nasaþef af tónleikahaldi. Við ætlum að reyna að spila reglulega fram að Airwaves þar sem við munum koma fram. og svo er á döfinni að halda útgáfutónleika þegar platan kemur út á föstu formi. Svo erum við með nóg af nýju efni og hlökkum til að taka upp næstu plötu, sem verður eflaust ögn rokkaðri en frumburðurinn.“ Skúli og Aron skipta aðalrödd með sér á plötunni eftir því hvaða lög henta hvorum betur auk þess sem Skúli spilar á rafmagnsgítar, Egill á trommur og bassa og Aron á kassagítar. „Í dag er sveitin stærri og höfum við fengið til liðs við okkur Helga Pétur Hannesson á trommur, Gunnar Pétur Hauksson á bassa og Einar Lövdahl leikur á tambúrínu og syngur bakraddir. Svo mun tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson, m.a. kenndur við Nýdönsk, spila annað slagið með bandinu þegar færi gefst til.“ Hlusta má á tónlist Puffin Island m.a. á Sportify og Soundcloud. Airwaves Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Hjómsveitin Puffin Island hefur vakið nokkra athygli undanfarið ár fyrir melódíska og afar áheyrilega popp- og rokktónlist. Sveitin hefur m.a. átt þrjú lög ofarlega á Vinsældarlista Rásar 2, þar af lagið Harrison sem náði þriðja sætinu síðasta sumar. Í vor kom frumburður sveitarinnar út, Another Day, sem hefur fengið góðar viðtökur víðast hvar. Það eru bræðurnir Egill og Skúli Jónssynir og Aron Steinþórsson sem skipa sveitina en þeir ólust allir upp í Vestubæ Reykjavíkur. Hljómsveitin á sér frekar stuttan líftíma því boltinn byrjaði að rúlla snemma árs 2015. Þá var Skúli kominn með dágóðan bunka af lagahugmyndum sem hann vissi ekki hvað hann ætti að gera við. „Ég hafði þá samband við Aron og spurði hvort hann væri ekki til í að glamra þessar hugmyndir til og þróa áfram. Þá var markmiðið að reyna að æfa upp sett fyrir tónleika um sumarið. Í eitt skiptið sat Egill með okkur þar sem við vorum að spila lögin og honum leist svo vel á að hann sagði: Strákar mínir, við tökum þetta upp og gerum plötu.“Puffin Island hitaði upp fyrir Ný Dönsk á Nasa síðustu helgi.Mynd/Snæfríður JónsdóttirHressandi lög Þannig breyttust áform þeirra, tónleikarnir voru settir í salt og stefnan sett á upptökur segir Aron. „Vendipunkturinn í öllu ferlinu var stuttu eftir þessa yfirlýsingu Egils, þegar hann trommaði öll lögin inn á teip á einum degi. Vorið og sumarið fóru svo í að taka upp öll hin hljóðfærin og söng, fyrir utan auðvitað að semja texta við lögin. Við vorum í smá kapphlaupi við tímann því Skúli var að flytja til New York síðsumars. Eftir að Skúli flutti út fór hljóðblöndunarvinna af stað, samhliða því sem við settum eitt og eitt lag í spilun yfir veturinn.“ Fyrsta lagið til að fá spilun var Harrison. Lagið varð óvænt nokkuð mikið spilað sumarið 2015 og náði fyrir vikið þriðja sætinu á Vinsældarlista Rásar 2. Í kjölfarið fylgdu lögin Another Day og Stúlka sem bæði enduðu ofarlega á sama lista. Frumburðurinn, Another Day, kom svo lokst út síðasta vor og hef fengið góða dóma víðast hvar.Syngja á ensku og íslensku Sjálfir lýsa þeir tónlist sinni sem grípandi indípoppi þar sem gítarar eru áberandi, lögin oft lituð af „doo-wop“ innblásnum bakröddumog enginn skortur sé á tambúrínuhristingi. Textar plötunnar eru bæði á íslensku og ensku. Egill segir þá ekki hafa hugsað plötuna sem konsept stykki, frekar sem samansafn af fjörugum lögum. „Því vorum við ekkert að stressa okkur á að hafa texta bara á ensku eða íslensku. Við létum það bara ráðast svolítið eftir laglínum og anda laganna. Einfaldar enskar textasmíðar henta sumum lögunum á plötunni. Við höfðum líka frekar þröngan tímaramma út af því að Skúli var að fara út um haustið svo sumir textarnir voru ekki fullkláraðir fyrr en nokkrum mínútum áður en þeir voru sungnir inn.“Frumburður sveitarinnar kom út í vor og hefur fengið góða dóma.Mynd/Knútur GústafssonNýtt efni framundan Þar sem Skúli var búsettur í New York í sumar gátu þeir ekki fylgt plötunni almennilega eftir. Nú er hann kominn heim og sveitin hélt sína fyrstu tónleika á Nasa síðustu helgi. Þar hituðu þeir upp fyrir Nýdönsk sem var heljarinnar teiti að sögn Skúla. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fá smá nasaþef af tónleikahaldi. Við ætlum að reyna að spila reglulega fram að Airwaves þar sem við munum koma fram. og svo er á döfinni að halda útgáfutónleika þegar platan kemur út á föstu formi. Svo erum við með nóg af nýju efni og hlökkum til að taka upp næstu plötu, sem verður eflaust ögn rokkaðri en frumburðurinn.“ Skúli og Aron skipta aðalrödd með sér á plötunni eftir því hvaða lög henta hvorum betur auk þess sem Skúli spilar á rafmagnsgítar, Egill á trommur og bassa og Aron á kassagítar. „Í dag er sveitin stærri og höfum við fengið til liðs við okkur Helga Pétur Hannesson á trommur, Gunnar Pétur Hauksson á bassa og Einar Lövdahl leikur á tambúrínu og syngur bakraddir. Svo mun tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson, m.a. kenndur við Nýdönsk, spila annað slagið með bandinu þegar færi gefst til.“ Hlusta má á tónlist Puffin Island m.a. á Sportify og Soundcloud.
Airwaves Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“