Helvítis túristar Logi Bergmann skrifar 17. september 2016 07:00 Við viljum endilega fá túrista. Við viljum bara ekki fá þessa sem við erum með núna. Við viljum fá túrista sem fara út á land og borga ógeðslega mikið fyrir hótel og bílaleigubíla og mat. Og umfram allt við viljum bara túrista sem kúka í klósett. Við viljum alls ekki fá týpuna sem þvælist um landið og húkkar sér far. Ojbara. Þetta lið sem er að njóta náttúrunnar gangandi eða hjólandi er glatað. Hangandi í tjöldum, jafnvel á stöðum sem eru ekki nákvæmlega skilgreindir sem tjaldsvæði (og þar af leiðandi ekki hægt að rukka fyrir) er eitthvað sem við höfum engan húmor fyrir. Það lið getur bara verið í einhverjum öðrum útlöndum. Það skilur enga peninga eftir hér. Við viljum nefnilega bara þessa sem eyða. Ég átta mig samt ekki alveg á hvernig við ætlum að velja þá. Greiðslumat áður en þeir kaupa farseðil? Já og meðan ég man: Svo viljum við rukka þá um alls konar gjöld og vesen (sem við viljum að sjálfsögðu ekki borga sjálf) og þeir eiga að tala fallega um landið og alla staðina sem þeir fara á (sem við nennum ekki sjálf að heimsækja). Svo mega þeir kaupa sér dýra hluti en samt alls ekki í minjagripabúðum, af því að þær eru svo óþolandi og við viljum ekki fylla allt af lundabúðum. Við viljum sko bara vera með miðbæ sem er eins og hann var í Reykjavík. Tómur. Svo væri voða fínt ef þeir gætu bara komið alveg um blánóttina til landsins. Af því við nennum ekki að vera í Leifsstöð þegar það eru svona margir þar. Og það eru bara takmörk fyrir hvað við nennum að stækka þessa fokking flugstöð oft. En þeir mega fljúga innanlands þegar þeim dettur í hug, og helst sem oftast, af því við gerum það ekki af því að það er svo sjúklega dýrt.Góðærisbarnið Ísland Þessi umræða minnir mann á dyntóttan ungling sem einhvern veginn nennir ekki að læra en vill samt ná prófum. Nennir ekki að vinna en vill samt eiga pening. En rétt eins og unglingurinn, munum við komast að því að þetta virkar ekki alveg svona. Haldið þið að Spánverjar hafi valið sér fulla Breta sem uppistöðu í ferðamannastraumnum? (Afsakið þjóðaralhæfingarfordómana). Að þeir hafi sest niður á fundi og sagt: „Já. Ég held að lyktin af brennandi Bretum sé það sem spænsk menning þarf mest á að halda.“ Ég held ekki. Maður velur ekki hver kemur í heimsókn ef maður er land. Nema að maður sé Norður-Kórea. Fólk kemur hingað af því að það vill koma hingað. Og það kemur hingað af því að þetta er soltið spennandi og óvenjulegt og það ræður við það. Enn þá. Þangað til krónan eða gullæðið klúðrar þessu. Og eins ótrúlega og það hljómar þá er fólk ekkert spennt fyrir að borga alls konar skatta og gjöld. Í einhverjum útópískum draumi koma fram hugmyndir um að fá bara „fínu“ tegundina af túristum. Þessa sem „skilur mikið eftir sig“. Veður ekki kúkandi um landið þannig að það sé ekki lengur hægt að fara í berjamó. Og finnst bara í fínu lagi að borga þúsundkall fyrir vatnsflösku og pylsu. Eigum við ekki að einfalda þetta: Sleppið því bara að koma, en sendið endilega peninginn.Er á meðan er Ferðamannastraumur er akkúrat það. Straumur. Það sem kemur allt í einu getur líka farið snögglega. Það væri óstuð. En manni finnst það ekki ólíklegt miðað við hvernig við tölum sjálf um þetta. Sum okkar eru eins og maður að bjóða í partí, sem segir um leið að þetta verði pottþétt glatað partí. En þið megið alveg koma ef þið viljið. Bara ekki svona mörg. Og alls ekki vera með læti. Ég hef farið til útlanda. Þar eru margir. Sérstaklega þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Og ég veit að það eru til yfirgangssamir ferðamenn sem þarf alveg að slá á puttana á og að við þurfum að passa náttúruperlur og laga ýmislegt í ferðaþjónustunni, og auðvitað er kominn tími til að drífa í þessu öllu saman. En hættum að tala allt hérna niður og tönnlast á því að við ráðum ekki við þetta. Reynum að laga það sem við getum og gerum það saman. Það er nefnilega svo merkilegt að af öllum þeim sem koma hingað, þá finnst flestum þetta meiriháttar. Og ef ég heyri einu sinni enn einhvern kvarta yfir því að hann geti ekki verið einn með sjálfum sér við Gullfoss, þá öskra ég.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við viljum endilega fá túrista. Við viljum bara ekki fá þessa sem við erum með núna. Við viljum fá túrista sem fara út á land og borga ógeðslega mikið fyrir hótel og bílaleigubíla og mat. Og umfram allt við viljum bara túrista sem kúka í klósett. Við viljum alls ekki fá týpuna sem þvælist um landið og húkkar sér far. Ojbara. Þetta lið sem er að njóta náttúrunnar gangandi eða hjólandi er glatað. Hangandi í tjöldum, jafnvel á stöðum sem eru ekki nákvæmlega skilgreindir sem tjaldsvæði (og þar af leiðandi ekki hægt að rukka fyrir) er eitthvað sem við höfum engan húmor fyrir. Það lið getur bara verið í einhverjum öðrum útlöndum. Það skilur enga peninga eftir hér. Við viljum nefnilega bara þessa sem eyða. Ég átta mig samt ekki alveg á hvernig við ætlum að velja þá. Greiðslumat áður en þeir kaupa farseðil? Já og meðan ég man: Svo viljum við rukka þá um alls konar gjöld og vesen (sem við viljum að sjálfsögðu ekki borga sjálf) og þeir eiga að tala fallega um landið og alla staðina sem þeir fara á (sem við nennum ekki sjálf að heimsækja). Svo mega þeir kaupa sér dýra hluti en samt alls ekki í minjagripabúðum, af því að þær eru svo óþolandi og við viljum ekki fylla allt af lundabúðum. Við viljum sko bara vera með miðbæ sem er eins og hann var í Reykjavík. Tómur. Svo væri voða fínt ef þeir gætu bara komið alveg um blánóttina til landsins. Af því við nennum ekki að vera í Leifsstöð þegar það eru svona margir þar. Og það eru bara takmörk fyrir hvað við nennum að stækka þessa fokking flugstöð oft. En þeir mega fljúga innanlands þegar þeim dettur í hug, og helst sem oftast, af því við gerum það ekki af því að það er svo sjúklega dýrt.Góðærisbarnið Ísland Þessi umræða minnir mann á dyntóttan ungling sem einhvern veginn nennir ekki að læra en vill samt ná prófum. Nennir ekki að vinna en vill samt eiga pening. En rétt eins og unglingurinn, munum við komast að því að þetta virkar ekki alveg svona. Haldið þið að Spánverjar hafi valið sér fulla Breta sem uppistöðu í ferðamannastraumnum? (Afsakið þjóðaralhæfingarfordómana). Að þeir hafi sest niður á fundi og sagt: „Já. Ég held að lyktin af brennandi Bretum sé það sem spænsk menning þarf mest á að halda.“ Ég held ekki. Maður velur ekki hver kemur í heimsókn ef maður er land. Nema að maður sé Norður-Kórea. Fólk kemur hingað af því að það vill koma hingað. Og það kemur hingað af því að þetta er soltið spennandi og óvenjulegt og það ræður við það. Enn þá. Þangað til krónan eða gullæðið klúðrar þessu. Og eins ótrúlega og það hljómar þá er fólk ekkert spennt fyrir að borga alls konar skatta og gjöld. Í einhverjum útópískum draumi koma fram hugmyndir um að fá bara „fínu“ tegundina af túristum. Þessa sem „skilur mikið eftir sig“. Veður ekki kúkandi um landið þannig að það sé ekki lengur hægt að fara í berjamó. Og finnst bara í fínu lagi að borga þúsundkall fyrir vatnsflösku og pylsu. Eigum við ekki að einfalda þetta: Sleppið því bara að koma, en sendið endilega peninginn.Er á meðan er Ferðamannastraumur er akkúrat það. Straumur. Það sem kemur allt í einu getur líka farið snögglega. Það væri óstuð. En manni finnst það ekki ólíklegt miðað við hvernig við tölum sjálf um þetta. Sum okkar eru eins og maður að bjóða í partí, sem segir um leið að þetta verði pottþétt glatað partí. En þið megið alveg koma ef þið viljið. Bara ekki svona mörg. Og alls ekki vera með læti. Ég hef farið til útlanda. Þar eru margir. Sérstaklega þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Og ég veit að það eru til yfirgangssamir ferðamenn sem þarf alveg að slá á puttana á og að við þurfum að passa náttúruperlur og laga ýmislegt í ferðaþjónustunni, og auðvitað er kominn tími til að drífa í þessu öllu saman. En hættum að tala allt hérna niður og tönnlast á því að við ráðum ekki við þetta. Reynum að laga það sem við getum og gerum það saman. Það er nefnilega svo merkilegt að af öllum þeim sem koma hingað, þá finnst flestum þetta meiriháttar. Og ef ég heyri einu sinni enn einhvern kvarta yfir því að hann geti ekki verið einn með sjálfum sér við Gullfoss, þá öskra ég.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun