Fiat Chrysler innkallar 1,9 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:15 Jeep Patriot. Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent