Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 0-1 | KR-ingar upp fyrir ÍA Tryggvi Páll Tryggvason á Norðurálsvellinum á Akranesi skrifar 15. september 2016 19:45 Morten Beck Andersen var hetja KR er hann skoraði eina markið í 1-0 sigri KR-inga á ÍA á Akranesi í kvöld. Markið skoraði hann á 61. mínútu með skoti af stuttu færi. Með sigrinum komst KR upp í fimmta sæti deildarinnar og er nú með 29 stig. ÍA hefur að sama skapi tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í sjötta sætið.Af hverju vann KR?KR-ingar mættu mun beittari til leiks og voru kraftmeiri frá upphafi til enda. ÍA-menn spiluðu sinn hefðbundna leik með því að verjast djúpt og ætla sér að sækja hratt. KR stjórnaði því ferðinni stærstan hluta leiksins sem hentaði liðinu vel enda liðið afar vel spilandi. Í seinni hálfleik bættu þeir heldur betur í og eftir að ísinn var brotinn með marki Mortin Beck Andersen hefðu KR-ingar vel getað bætt við fleiri mörkum. Vörn þeirra var einnig öflug og í þau örfáu skipti sem Skagamenn brutu sér leið í gegnum hana var Stefán Logi til varnar.Hvað gekk illa?Sóknarleikur ÍA var ekki upp á marga fiska í kvöld en KR-ingar náðu að halda þeim vel í skefjum. Garðar Gunnlaugsson sem séð hefur mest megnis um markaskorun Skagamanna það sem af er móti náði sér aldrei á strik í leiknum en það verður þó að einnig að skrifast á aðra liðsmenn ÍA sem gekk illa að mata hann í færum. Þá má lasta vörn Skagamanna að því leiti að KR-ingar náðu oft á tíðum að opna vörn þeirra og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum.Hvað gekk vel?KR-ingar gerðu vel í að stjórna leiknum í kvöld og í raun var sigur þeirra aldrei í hættu. Fyrri hálfleikurinn var einstaklega vel skipulagður hjá þjálfara þeirra Willumi Þór Þórssyni. Vörn KR-inga var samstíga í nánast öllum aðgerðum og gáfu þeir litla hættu á sér. Sóknarlega voru KR-ingar einnig sterkir og í raun synd að þeir hafi ekki náð að pota inn fleiri mörkum, því færin voru klárlega til staðar. Þrátt fyrir bitleysi í sókninni hjá Skagamönnum sýndu þeir mikinn vilja til að jafna leikinn og létu það í ljós skína inn á vellinum, en allt kom fyrir ekki.Hvað gerist næst?KR-ingar eru loksins komnir í efri hluta deildarinnar og geta, ef allt gengur að óskum, blandað sér í baráttuna um Evrópusæti sem er afar hörð. Liðið er nú aðeins örfáum stigum frá 2. sætinu og ef síðustu þrír leikirnir ganga vel er alls ekki óhugsandi að KR-ingar sitji uppi með Evrópusæti í höndunum. Eitthvað sem talið var útilokað um miðbik mótsins. Skagamenn eru aftur á móti líklega endalega búnir að kúpla sig út úr Evrópubaráttunni sem þeir voru skyndilega komnir í að mati bjartsýnustu manna. Þeir geta þó vel við unað með sín 28 stig í 6. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Heyrðum meira í Gumma Ben en áhorfendumGunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var ekki ánægður eftir tapið í kvöld og segir að sínir menn hafi ekki spilað vel. „Við náðum ekki þessum þéttleika og þessari stemmningu sem hefur einkennt okkar spilamennsku undanfarið,“ en Skagamenn hafa náð undraverðum árangri miðað við byrjun tímabilsins hjá ÍA. Í síðustu ellefu leikjum hefur liðið sigrað í átta. í kvöld komust Skagamenn þó varla í gang gegn öflugi liði KR. „Við náðum ekki þessari holningu upp og vorum ekki nógu nálægt þeim varnarlega. Við fáum kannski einhver færi en nýtingin á þeim var eftir gangi leiksins,“ segir Gunnlaugur um spilamennsku Skagamanna en hann segir allt tal um Evrópusæti, líkt og bjartsýnustu menn voru farnir að minnast á, vera fjarri mönnum á Akranesi. „Ég held að við einbeitum okkur bara að sigri í næsta leik. Við skoðum ekki Evrópusæti fyrr en í fyrsta lagi eftir næsta leik. Ef hann vinnst metum við stöðuna,“ segir Gunnlaugur sem fannst lítið rætt um þennan slag stórvelda í íslenskri knattspyrnu í aðdraganda leiksins. „Mér fannst stemmningin yfir þessum leik þannig að það heyrðist lítið um hann. Við á bekknum heyrðum meira í Gumma Ben sem var að lýsa hér fyrir ofan okkur en í áhorfendunum. Það er ekki eins og maður á að venjast í þessum leikjum.“Willum, þjálfari KR.vísir/antonWillum Þór: Rifjaði upp ferðir í Akraborginni með mínum mönnumWillum Þór Þórsson, þjálfari KR-ingar fagnaði vel og lengi í leikslok eftir góðan sigur KR-gegn ÍA í kvöld. Segir hann að lið sitt hafi undirbúið sig afar vel fyrir leikinn. „Við vorum að spila á móti öflugu liði sem er búið að vera á flugi að undanförnu. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og mér fannst KR-liðið spila feykifínan fótbolta gegn flottu liði,“ en Willum var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn og var heilt yfir mjög sáttu með spilamennsku sinna manna. Hann segir að það sé mikilvægt að halda upp þeirri sögu sem felist í sögu þessarar viðureignar enda er um að ræða tvö af sigursælustu liðum íslenskrar knattspyrnu. „Virðing mín fyrir Akranesi og þeirri sögu sem er hér er mikil. Ég rifjaði upp með mínum mönnum í þá daga sem maður var að taka Akraborgina til þess að mæta á þessa stórviðburði sem þessi leikur voru. Ég ætla að vona að við höldum uppi merki þessa félaga sem lengst og að við höldum upp á þennan leik,“ segir Willum sem telur að markmiðin í næstu þremur leikjum séu alveg skýr. „Við höldum enn í vonina um að ná í Evrópusætið. Þessi sigur í dag gefur okkur enn von. Við einbeitum okkar að næsta leik og vonum að við höldum lífinu í baráttunni um Evrópusætið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Morten Beck Andersen var hetja KR er hann skoraði eina markið í 1-0 sigri KR-inga á ÍA á Akranesi í kvöld. Markið skoraði hann á 61. mínútu með skoti af stuttu færi. Með sigrinum komst KR upp í fimmta sæti deildarinnar og er nú með 29 stig. ÍA hefur að sama skapi tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í sjötta sætið.Af hverju vann KR?KR-ingar mættu mun beittari til leiks og voru kraftmeiri frá upphafi til enda. ÍA-menn spiluðu sinn hefðbundna leik með því að verjast djúpt og ætla sér að sækja hratt. KR stjórnaði því ferðinni stærstan hluta leiksins sem hentaði liðinu vel enda liðið afar vel spilandi. Í seinni hálfleik bættu þeir heldur betur í og eftir að ísinn var brotinn með marki Mortin Beck Andersen hefðu KR-ingar vel getað bætt við fleiri mörkum. Vörn þeirra var einnig öflug og í þau örfáu skipti sem Skagamenn brutu sér leið í gegnum hana var Stefán Logi til varnar.Hvað gekk illa?Sóknarleikur ÍA var ekki upp á marga fiska í kvöld en KR-ingar náðu að halda þeim vel í skefjum. Garðar Gunnlaugsson sem séð hefur mest megnis um markaskorun Skagamanna það sem af er móti náði sér aldrei á strik í leiknum en það verður þó að einnig að skrifast á aðra liðsmenn ÍA sem gekk illa að mata hann í færum. Þá má lasta vörn Skagamanna að því leiti að KR-ingar náðu oft á tíðum að opna vörn þeirra og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum.Hvað gekk vel?KR-ingar gerðu vel í að stjórna leiknum í kvöld og í raun var sigur þeirra aldrei í hættu. Fyrri hálfleikurinn var einstaklega vel skipulagður hjá þjálfara þeirra Willumi Þór Þórssyni. Vörn KR-inga var samstíga í nánast öllum aðgerðum og gáfu þeir litla hættu á sér. Sóknarlega voru KR-ingar einnig sterkir og í raun synd að þeir hafi ekki náð að pota inn fleiri mörkum, því færin voru klárlega til staðar. Þrátt fyrir bitleysi í sókninni hjá Skagamönnum sýndu þeir mikinn vilja til að jafna leikinn og létu það í ljós skína inn á vellinum, en allt kom fyrir ekki.Hvað gerist næst?KR-ingar eru loksins komnir í efri hluta deildarinnar og geta, ef allt gengur að óskum, blandað sér í baráttuna um Evrópusæti sem er afar hörð. Liðið er nú aðeins örfáum stigum frá 2. sætinu og ef síðustu þrír leikirnir ganga vel er alls ekki óhugsandi að KR-ingar sitji uppi með Evrópusæti í höndunum. Eitthvað sem talið var útilokað um miðbik mótsins. Skagamenn eru aftur á móti líklega endalega búnir að kúpla sig út úr Evrópubaráttunni sem þeir voru skyndilega komnir í að mati bjartsýnustu manna. Þeir geta þó vel við unað með sín 28 stig í 6. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Heyrðum meira í Gumma Ben en áhorfendumGunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var ekki ánægður eftir tapið í kvöld og segir að sínir menn hafi ekki spilað vel. „Við náðum ekki þessum þéttleika og þessari stemmningu sem hefur einkennt okkar spilamennsku undanfarið,“ en Skagamenn hafa náð undraverðum árangri miðað við byrjun tímabilsins hjá ÍA. Í síðustu ellefu leikjum hefur liðið sigrað í átta. í kvöld komust Skagamenn þó varla í gang gegn öflugi liði KR. „Við náðum ekki þessari holningu upp og vorum ekki nógu nálægt þeim varnarlega. Við fáum kannski einhver færi en nýtingin á þeim var eftir gangi leiksins,“ segir Gunnlaugur um spilamennsku Skagamanna en hann segir allt tal um Evrópusæti, líkt og bjartsýnustu menn voru farnir að minnast á, vera fjarri mönnum á Akranesi. „Ég held að við einbeitum okkur bara að sigri í næsta leik. Við skoðum ekki Evrópusæti fyrr en í fyrsta lagi eftir næsta leik. Ef hann vinnst metum við stöðuna,“ segir Gunnlaugur sem fannst lítið rætt um þennan slag stórvelda í íslenskri knattspyrnu í aðdraganda leiksins. „Mér fannst stemmningin yfir þessum leik þannig að það heyrðist lítið um hann. Við á bekknum heyrðum meira í Gumma Ben sem var að lýsa hér fyrir ofan okkur en í áhorfendunum. Það er ekki eins og maður á að venjast í þessum leikjum.“Willum, þjálfari KR.vísir/antonWillum Þór: Rifjaði upp ferðir í Akraborginni með mínum mönnumWillum Þór Þórsson, þjálfari KR-ingar fagnaði vel og lengi í leikslok eftir góðan sigur KR-gegn ÍA í kvöld. Segir hann að lið sitt hafi undirbúið sig afar vel fyrir leikinn. „Við vorum að spila á móti öflugu liði sem er búið að vera á flugi að undanförnu. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og mér fannst KR-liðið spila feykifínan fótbolta gegn flottu liði,“ en Willum var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn og var heilt yfir mjög sáttu með spilamennsku sinna manna. Hann segir að það sé mikilvægt að halda upp þeirri sögu sem felist í sögu þessarar viðureignar enda er um að ræða tvö af sigursælustu liðum íslenskrar knattspyrnu. „Virðing mín fyrir Akranesi og þeirri sögu sem er hér er mikil. Ég rifjaði upp með mínum mönnum í þá daga sem maður var að taka Akraborgina til þess að mæta á þessa stórviðburði sem þessi leikur voru. Ég ætla að vona að við höldum uppi merki þessa félaga sem lengst og að við höldum upp á þennan leik,“ segir Willum sem telur að markmiðin í næstu þremur leikjum séu alveg skýr. „Við höldum enn í vonina um að ná í Evrópusætið. Þessi sigur í dag gefur okkur enn von. Við einbeitum okkar að næsta leik og vonum að við höldum lífinu í baráttunni um Evrópusætið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti