Spiluðu krikket fyrir Íslands hönd í Prag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2016 07:00 Liðsmenn Krikketfélags Kópavogs taka hið víðfræga og alræmda víkingaklapp í Prag. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira