Spiluðu krikket fyrir Íslands hönd í Prag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2016 07:00 Liðsmenn Krikketfélags Kópavogs taka hið víðfræga og alræmda víkingaklapp í Prag. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Fleiri fréttir Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira
Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuðborg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði liðsins.Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópavogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svolítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félagið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti liðum frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið.Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/Krikketfélag Kópavogs„Krikketfélag Kópavogs er stanslaust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda innanlandsmót og höfum verið að gera það með góðum árangri þó fjármögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir meðlimir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamannasport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hittumst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Erfitt reyndist að leika krikket í um þrjátíu stiga hita. Mynd/Krikketfélag Kópavogs
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Fleiri fréttir Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira