Þorsteinn Halldórsson er úr leik í bogfimikeppninni á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó.
Þorsteinn laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjamanninum Kj Polish í 32-manna úrslitum.
Polish vann með 14 stigum, 143-129. Bandaríkjamaðurinn byrjaði mun betur en Þorsteinn náði sér betur á strik í síðustu tveimur settunum þar sem hann náði samtals 67 stigum af 70 mögulegum.
Þorsteinn hefur nú lokið leik í Ríó en hann er fyrsti íslenska bogfimiskyttan sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra.
Þorsteinn úr leik
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



