Lífið

Böstaði afa sinn að fá sér línu inni á klósetti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, heldur nú áfram á fjórðu keppnisviku.

Nú er komið að úrslitunum og var komið að MA í gær. Þar mætti Gunnar Björn á vettvang og fór á kostum. Busadagurinn var í MA og fengu áhorfendur að fylgjast með. MA-ingar hentu í nokkra mjög skemmtilega sketsa þar sem óþekkur afi kemur við sögu.

Tuttugu framhaldsskólar skráðu sig til leiks í keppninni og nú eru aðeins fimm skóla eftir. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fer atkvæðagreiðslan fram þar.

Hægt verður að fylgjast með skólunum sem komust í úrslit á Snapchat-reikningnum Attan_official. Úrslitin verða síðan kynnt á laugardaginn næsta.  

Keppnin heldur áfram í þessari viku og mun Vísir fylgjast grannt með gangi mála allt til enda. Að keppninni stendur samfélagsmiðlaþátturinn Áttan, sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa.

Nýherji er bakhjarl keppninnar og fær sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning. Hér að ofan má sjá hvernig Gunnar Björn stóð sig í gær.

Sigurvegarinn hlýtur Lenovo tölvu frá Nýherja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.