Viðskipti innlent

iPhone 7 í verslanir í lok september

Sæunn Gísladóttir skrifar
Nýr iPhone var kynntur þann 7. september og fer í alþjóðlega sölu 16. september.
Nýr iPhone var kynntur þann 7. september og fer í alþjóðlega sölu 16. september. Vísir/Getty
Nýjasti snjallsími Apple, iPhone 7, mun fara í sölu frá og með 23. september á Íslandi. Símarnir munu koma á alþjóðlegan markað þann 16. september, en samkvæmt upplýsingum frá Macland eiga forsvarsmenn fyrirtækisins von á því að síminn fari í sölu þar þann 23. september og hefjast forpantanir aðeins fyrr.

Óvíst er hvert verðið á símanum verður hér á landi en hann mun kosta frá 649 dollurum, jafnvirði 74 þúsund íslenskra króna, í Bandaríkjunum.

Síminn var kynntur eins og hefð hefur verið hjá Apple á kynningu sem fór fram þann 7. september síðastliðinn. Tvö eintök eru af símanum, iPhone 7 og iPhone 7 Plus sem eins og nafnið gefur til kynna er stærri útgáfan. Stærsta breytingin er að innstungan fyrir heyrnartól hefur verið fjarlægð og þess í stað verða þau tengd með Bluetooth eða svokölluðu Lightning-tengi, sem fer þar sem hleðslusnúran fer einnig. Með þessu eru símarnir vatnsþolnir og þola ryk betur. Myndavélar símanna hafa verið uppfærðar og myndavélin í 7 Plus er með tveimur linsum. Minni símanna hefur einnig verið aukið og verða ódýrustu símarnir með 32 GB minni, í stað 16 GB.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×