Styður sinn mann þrátt fyrir gullleysið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 14. september 2016 06:30 Stefanía og Jón Margeir á góðri stundu. mynd/úr einkasafni Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30
Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti