Íslenskur sörfari í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 15:34 Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent