Fimmtungur Íslendinga spilað Pokémon Go Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2016 13:20 Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur seinni ára. Vísir/Getty 20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti samkvæmt nýrri könnum MMR. Tæplega helmingur Íslendinga á aldrinum 18-29 ára hefur spilað leikinn. Könnunin var framkvæmd á dögunum 22. til 29. ágúst 2016 og spurt var: Hefur þú prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go? Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu reyndist líklegra til að hafa spilað Pokémon Go heldur en fólk sem búsett var á landsbyggðinni. Námsmenn eru sá hópur sem líklegastur er til að hafa spilað leikinn en alls sögðust 51,5 prósent námsmanna hafa prófað Pokémon Go og spila 15,9 prósent námsmanna leikinn reglulega. Athygli vekur að af þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina sögðust 25,5 prósent hafa spilað Pokémon Go samanborið við tíu prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina. Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Niðurstöður MMR í heild sinni.Mynd/MMR. Pokemon Go Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Forstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni um að svokölluð Pokéstop séu fjarlægð úr garðinum. 23. ágúst 2016 11:35 Pokémon þjálfarar gómuðu þjóf Fönguðu þjófinn reyndar ekki með Poké-boltum heldur héldu honum þar til lögreglan kom. 1. september 2016 10:24 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
20,7 prósent Íslendinga hafa spilað snjallsímaleikinn ofurvinsæla Pokémon Go á einhverjum tímapunkti samkvæmt nýrri könnum MMR. Tæplega helmingur Íslendinga á aldrinum 18-29 ára hefur spilað leikinn. Könnunin var framkvæmd á dögunum 22. til 29. ágúst 2016 og spurt var: Hefur þú prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go? Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu reyndist líklegra til að hafa spilað Pokémon Go heldur en fólk sem búsett var á landsbyggðinni. Námsmenn eru sá hópur sem líklegastur er til að hafa spilað leikinn en alls sögðust 51,5 prósent námsmanna hafa prófað Pokémon Go og spila 15,9 prósent námsmanna leikinn reglulega. Athygli vekur að af þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina sögðust 25,5 prósent hafa spilað Pokémon Go samanborið við tíu prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina. Pokémon Go er einn vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Niðurstöður MMR í heild sinni.Mynd/MMR.
Pokemon Go Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Forstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni um að svokölluð Pokéstop séu fjarlægð úr garðinum. 23. ágúst 2016 11:35 Pokémon þjálfarar gómuðu þjóf Fönguðu þjófinn reyndar ekki með Poké-boltum heldur héldu honum þar til lögreglan kom. 1. september 2016 10:24 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Forstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni um að svokölluð Pokéstop séu fjarlægð úr garðinum. 23. ágúst 2016 11:35
Pokémon þjálfarar gómuðu þjóf Fönguðu þjófinn reyndar ekki með Poké-boltum heldur héldu honum þar til lögreglan kom. 1. september 2016 10:24
Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21