Lífið

Fékk vin sinn til að skeina sér og Flensborg rændi Jack & Jones

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, heldur nú áfram á fjórðu keppnisviku.

Í föstudaginn mættust Flensborgarskólinn og Verkmenntarskólinn á Akureyri en Albert sá aftur um snappið fyrir VMA. Eins og áður var Akureyringurinn að vinna töluvert með nekt og fékk meðal annars félaga sinn til að skeina sér á almenningsklósetti. Drengirnir í Flensborg komu sér á bannlista í IKEA og rændu Jack & Jones.

Tuttugu framhaldsskólar hafa skráð sig til leiks í keppninni. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fer atkvæðagreiðslan fram þar.

Tveir skólar keppa á dag og reyna snappararnir að öðlast hylli áhorfenda með fyndnum, skemmtilegum eða áhugaverðum snöppum. Áhorfendur velja svo þann sem þeim þykir betri með skjáskoti í lok dags. 

Sá skóli sem fær fleiri skjáskot og þar af leiðandi atkvæði kemst áfram í undanúrslit. Atkvæðagreiðsla fyrir 12 keppnisdag kláraðist á föstudaginn en þar mættust MS og FG og hafði FG betur og er skólinn kominn í úrslit.

Starkaður komst í úrslit fyrir FG.
MH keppir í dag til úrslita en einn skóli á dag keppir í þessari vikur og er hægt að fylgjast með einvíginu á Snapchat-reikningnum Attan_official. Úrslitin verða síðan kynnt á laugardaginn næsta. 

Keppnin heldur síðan áfram í þessarri viku og mun Vísir fylgjast grannt með gangi mála allt til enda.

Að keppninni stendur sam­fé­lags­miðla­þátturinn Áttan, sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa. Nýherji er bakhjarl keppninnar og fær sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning.

Sigurvegarinn hlýtur Lenovo tölvu frá Nýherja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.