Reyni að njóta þess að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2016 06:00 Ólafur Gústafsson í búningi Flensburg. vísir/getty Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira