Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 15:50 Valdís með klútinn eftir tónleikana í gær. „Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04