Iveco Bus kynnir nýja og hagkvæma hópferðabíla á laugardaginn Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2016 11:00 Iveco Bus Daily FBI 85 T fyrir 27 farþega sem fyrir skemmstu var tekinn í notkun. Iveco Bus á Íslandi sýnir á laugardag, 1. október, aðilum í ferðaþjónustu nýja hópferðabíla af ýmsum stærðum og gerðum frá Iveco Bus ásamt einum bíl frá Renault, en BL ehf hefur umboð fyrir báða framleiðendurna. Sýningin fer fram hjá Hyundai í Garðabæ, þar sem umboð Iveco Bus er til húsa. Bílarnir sem sýndir verða taka á bilinu 16 til 53 farþega í sæti auk bílstjóra. Þá er útbúnaðarstig í farþegarýminu einnig mismunandi enda velja kaupendur samsetningu í samræmi tegund þjónustunnar. Fulltrúum ferðaþjónustunnar sem hafa aukin ökuréttindi býðst að fara í reynsluakstur. Á sýningunni verða m.a. tvær útfærslur af 19 farþega Iveco Daily FBI75 í eigu umboðsins, 26 farþega Iveco Daily FBI85 sem Hópbílar fengu nýlega afhentan og 53 farþega Iveco Magelys Pro með salerni. Rútan er í eigu framleiðandans sem flutti bílinn sérstaklega til landsins vegna kynningarinnar. Þess má geta að rúturnar í Iveco Bus Magelys línunni eru handhafar International Coach of the Year 2016 sem blaðamenn fjölmiðla sem sérhæfa sig í umfjöllunum um rútur og strætisvagna völdu. Þá verða einnig sýndar tvær gerðir af nýjum Iveco Crossway Pro, annars vegar rúta í eigu Hópbíla með sæti fyrir 40 farþega og hins vegar strætisvagn hjá Kynnisferðum. Þá verður nýr 16 farþega Renault Master einnig kynntur á sýningunni. Farþegarútur og strætisvagnar frá Iveco Bus hafa átt vinsældum að fagna hér á landi mörg undanfarin ár og má geta þess að rúmlega 40% fólksflutningabíla fyrir 16 farþega eða fleiri sem skráðir hafa verið hérlendis frá 2004 eru frá Iveco Bus. Þá eru um 70% strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu einnig frá Iveco Bus. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent
Iveco Bus á Íslandi sýnir á laugardag, 1. október, aðilum í ferðaþjónustu nýja hópferðabíla af ýmsum stærðum og gerðum frá Iveco Bus ásamt einum bíl frá Renault, en BL ehf hefur umboð fyrir báða framleiðendurna. Sýningin fer fram hjá Hyundai í Garðabæ, þar sem umboð Iveco Bus er til húsa. Bílarnir sem sýndir verða taka á bilinu 16 til 53 farþega í sæti auk bílstjóra. Þá er útbúnaðarstig í farþegarýminu einnig mismunandi enda velja kaupendur samsetningu í samræmi tegund þjónustunnar. Fulltrúum ferðaþjónustunnar sem hafa aukin ökuréttindi býðst að fara í reynsluakstur. Á sýningunni verða m.a. tvær útfærslur af 19 farþega Iveco Daily FBI75 í eigu umboðsins, 26 farþega Iveco Daily FBI85 sem Hópbílar fengu nýlega afhentan og 53 farþega Iveco Magelys Pro með salerni. Rútan er í eigu framleiðandans sem flutti bílinn sérstaklega til landsins vegna kynningarinnar. Þess má geta að rúturnar í Iveco Bus Magelys línunni eru handhafar International Coach of the Year 2016 sem blaðamenn fjölmiðla sem sérhæfa sig í umfjöllunum um rútur og strætisvagna völdu. Þá verða einnig sýndar tvær gerðir af nýjum Iveco Crossway Pro, annars vegar rúta í eigu Hópbíla með sæti fyrir 40 farþega og hins vegar strætisvagn hjá Kynnisferðum. Þá verður nýr 16 farþega Renault Master einnig kynntur á sýningunni. Farþegarútur og strætisvagnar frá Iveco Bus hafa átt vinsældum að fagna hér á landi mörg undanfarin ár og má geta þess að rúmlega 40% fólksflutningabíla fyrir 16 farþega eða fleiri sem skráðir hafa verið hérlendis frá 2004 eru frá Iveco Bus. Þá eru um 70% strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu einnig frá Iveco Bus.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent