Bestu sýningarnar í Mílanó Ritstjórn skrifar 27. september 2016 20:00 Gucci GLAMOUR/GETTY Tískuvikan í Mílanó fyrir vor 2017 er nýafstaðin og sýningarnar voru jafn ólíkar og þær voru margar, sumar hverjar sérstaklega fallegar. Allt frá opnun tískuvikunnar með sýningu Gucci til loka hennar með sýningu Dolce og Gabbana. Glamour fylgdist vel með allri tískunni í Mílanó og tók saman bestu sýningarnar frá liðinni viku. Gucciglamour/gettyAlessandro Mischele, listrænn stjórnandi Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með pompi og prakt. Sýningin var algjört augnakonfekt með öllum heimsins litum og efnum, línan var afskaplega fjölbreytt og mikið lagt í öll smáatriði. Michele hefur notið mikillar velgengni á stuttum tíma sínum hjá Gucci og sölutölur tískuhússins bera vott um það, salan fór upp um 11,5 % á síðasta ári. Versaceglamour/gettyVersace ákvað að bregða frá leður þema síðustu línu og kom með nokkuð sportlegra útlit í þetta skiptið. Leggings buxur, þröngir bolir og víðir jakkar einkenndu línuna ásamt björtum litum. Bottega Venetaglamour/gettyTomas Maier var með klassíska og glæsilega sýningu fyrir Bottega Veneta. Hjartnæmt augnablik snerti áhorfendur í lok sýningar þegar hann kom út með öllum starfsmönnum sínum í tilefni þess að hann er að halda upp á 15 ár hjá tískuhúsinu sem er einmitt nýorðið 50 ára. Annað eftirminnilegt augnablik sýningarinnar var þegar fyrrum fyrirsætan Lauren Hutton steig fram á tískupallinn, ennþá jafn glæsileg, 72 ára gömul. Marniglamour/gettyMarni setti fram einstakar flíkur, flestar einlitar og margar hverjar með áföstum mjaðmatöskum. Hefði getað komið illa út en Consuelo Castiglioni tókst að gera sýninguna bæði mjög heillandi og sérstaka. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi merkisins frumsýndi fallega línu fyrir Fendi. Rauði þráðurinn í gegnum línuna voru ljósir, daufir litir og létt efni. Rendur voru allsráðandi en einnig mátti sjá glitta reglulega í feldi en það er einkennismerki Fendi tískuhússins. Sokkarnir settu svo punktinn yfir i-ið ásamt förðuninni sem var mögnuð. PradaGlamour/gettyMiuccia Prada frumsýndi fallega vorlínu sína sem einkenndist af áhrifum tíunda áratugarins, retro mynstrum og sérstökum smáatriðum. Fyrirsæturnar héldu á fallegum töskum og kvikmynd spilaðist í bakgrunninum með stjörnuleikkonunum Freidu Pinto og Allison Williams. Dolce and Gabbanaglamour/gettyÍtalska tískuhúsið Dolce og Gabbana lokaði tískusýningunni með stórkostlegri sýningu. Línan einkenndist af björtum litum, blómamynstrum og sérstöku prenti af rjómaís, hljóðfærum og vísunum í kaþólska trú. Fyrisæturnar voru vel skreyttar með blómakransa á höfðinu og rauði varaliturinn var allsráðandi. Mest lesið Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Kim og Kanye ástfangin á forsíðu Harper's Bazaar Glamour 60 ára gamlir skór eru komnir aftur með stæl Glamour Allar helstu nauðsynjarnar fyrir verslunarmannahelgina Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Dolly Parton syngur um augnförðun Adele Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour
Tískuvikan í Mílanó fyrir vor 2017 er nýafstaðin og sýningarnar voru jafn ólíkar og þær voru margar, sumar hverjar sérstaklega fallegar. Allt frá opnun tískuvikunnar með sýningu Gucci til loka hennar með sýningu Dolce og Gabbana. Glamour fylgdist vel með allri tískunni í Mílanó og tók saman bestu sýningarnar frá liðinni viku. Gucciglamour/gettyAlessandro Mischele, listrænn stjórnandi Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með pompi og prakt. Sýningin var algjört augnakonfekt með öllum heimsins litum og efnum, línan var afskaplega fjölbreytt og mikið lagt í öll smáatriði. Michele hefur notið mikillar velgengni á stuttum tíma sínum hjá Gucci og sölutölur tískuhússins bera vott um það, salan fór upp um 11,5 % á síðasta ári. Versaceglamour/gettyVersace ákvað að bregða frá leður þema síðustu línu og kom með nokkuð sportlegra útlit í þetta skiptið. Leggings buxur, þröngir bolir og víðir jakkar einkenndu línuna ásamt björtum litum. Bottega Venetaglamour/gettyTomas Maier var með klassíska og glæsilega sýningu fyrir Bottega Veneta. Hjartnæmt augnablik snerti áhorfendur í lok sýningar þegar hann kom út með öllum starfsmönnum sínum í tilefni þess að hann er að halda upp á 15 ár hjá tískuhúsinu sem er einmitt nýorðið 50 ára. Annað eftirminnilegt augnablik sýningarinnar var þegar fyrrum fyrirsætan Lauren Hutton steig fram á tískupallinn, ennþá jafn glæsileg, 72 ára gömul. Marniglamour/gettyMarni setti fram einstakar flíkur, flestar einlitar og margar hverjar með áföstum mjaðmatöskum. Hefði getað komið illa út en Consuelo Castiglioni tókst að gera sýninguna bæði mjög heillandi og sérstaka. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi merkisins frumsýndi fallega línu fyrir Fendi. Rauði þráðurinn í gegnum línuna voru ljósir, daufir litir og létt efni. Rendur voru allsráðandi en einnig mátti sjá glitta reglulega í feldi en það er einkennismerki Fendi tískuhússins. Sokkarnir settu svo punktinn yfir i-ið ásamt förðuninni sem var mögnuð. PradaGlamour/gettyMiuccia Prada frumsýndi fallega vorlínu sína sem einkenndist af áhrifum tíunda áratugarins, retro mynstrum og sérstökum smáatriðum. Fyrirsæturnar héldu á fallegum töskum og kvikmynd spilaðist í bakgrunninum með stjörnuleikkonunum Freidu Pinto og Allison Williams. Dolce and Gabbanaglamour/gettyÍtalska tískuhúsið Dolce og Gabbana lokaði tískusýningunni með stórkostlegri sýningu. Línan einkenndist af björtum litum, blómamynstrum og sérstöku prenti af rjómaís, hljóðfærum og vísunum í kaþólska trú. Fyrisæturnar voru vel skreyttar með blómakransa á höfðinu og rauði varaliturinn var allsráðandi.
Mest lesið Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Kim og Kanye ástfangin á forsíðu Harper's Bazaar Glamour 60 ára gamlir skór eru komnir aftur með stæl Glamour Allar helstu nauðsynjarnar fyrir verslunarmannahelgina Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Dolly Parton syngur um augnförðun Adele Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour