Sport

Einn besti hafnaboltaleikmaður Bandaríkjanna lést í bátsslysi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Fernández, 1992-2016.
José Fernández, 1992-2016. vísir/getty
José Fernández, kastari Miami Marlins í MLB-deildinni í Bandaríkjunum, lést í bátsslysi á Miami Beach í gær. Hann var 24 ára gamall.

Fernández var einn þriggja sem lést í slysinu. Báturinn klessti á grjótgarð og var á hvolfi þegar strandgæslan fann hann.

Staðfest hefur verið að Fernández var ekki við stýri þegar slysið átti sér stað. Kennsl hafa ekki verið borin á hina tvo sem létust í slysinu en talið er að þeir hafi verið vinir Fernández.

Fernández, sem fæddist á Kúbu en fluttist til Bandaríkjanna árið 2008, var talinn einn af betri ungu leikmönnum MLB-deildarinnar. Hann var valinn nýliði ársins 2013 og tvívegis í stjörnulið deildarinnar.

Leik Miami Marlins og Atlanta Braves sem átti að fara fram í gær var frestað eftir að fréttir af andláti Fernández bárust.

Fernández lætur eftir sig unnustu. Í síðustu viku tilkynnti hann að þau ættu von á sínu fyrsta barni.

Svona var aðkoman að slysinu.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×