Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. september 2016 09:00 Setja á upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir. Mynd/Jóhann Friðrik „Mér finnst þetta æðislegt. Það er um að gera að fá nógu marga þarna, enda er það þannig að því fleiri veitingastaðir þeim mun fleira fólk. Þannig að það er bara frábært að fá samkeppni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, eigandi veitingastaðarins Laugaáss. Ætla mætti á orðum Guðmundar að Þvottakaffi ehf, sem hyggur á að opna kaffihúsið Laundromat í norðurenda Laugarásvegar 1, ætti ekki eftir að eiga í miklum erfiðleikum með að koma starfseminni á fót. Annað hefur komið á daginn.Fréttatíminn greindi frá því á föstudag að ekki hefði fengist framkvæmdaleyfi þar sem enn vantaði samþykki nágranna. Umræddir nágrannar eru aðrir íbúar í húsinu og sömuleiðis eigendur Laugaáss.Í marga mánuði hefur verið tilkynning um fyrirhugaða opnun Laundromat á rúðum húsnæðisins. Töf hefur orðið á opnuninni.Vísir/EyþórFjögur atriði sem tekist er á um Laugarásvegur 1 skiptist í fjórar einingar á jarðhæð og íbúðir fyrir ofan. Einingarnar á jarðhæð eru fjórar, tvær minni á hvorum enda og stærri einingar þar á milli. Hárgreiðslustofa er á suðurendanum, næst honum kemur ítalskur veitingastaður, svo Laugaás og að lokum, á norðurendanum, lítið rými þar sem áður var starfrækt efnalaug í mörg ár. Þar vill Jóhann Friðrik Haraldsson opna Laundromat kaffihús með leyfi fyrir þrjátíu gestum. Efnt var til íbúafundar þann 26. júlí síðastliðinn þar sem Jóhann og félagar vonuðust til að fá leyfi fyrir fjórum aðgerðum við húsnæðið til að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúa. 1. Ramp fyrir fatlaða að aftanverðu 2. Loftræstistokk fyrir aftan hús 3. Læstan gaskútaskáp fyrir aftan hús 4. Sorpaðstöðu fyrir aftan hús Áhyggjur íbúa í húsnæðinu snúa aðallega að opnunartímanum sem fyrirhugaður er að verði frá klukkan átta að morgni til 23 að kvöldi. Sömuleiðis verða einhverjir þeirra fyrir ónæði af loftræstistokk Laugaáss, í formi hávaða, að þeim líst ekki á uppsetningu annars stokks. Er þá um að ræða íbúa á þeim enda hússins sem kaffihúsið á að opna.Fyrirhugaður rampur sem deilt er um.Fulltrúi Laugaás mótfallinn framkvæmdumJóhann Friðrik segir í samtali við Vísi fagna því að eigendur Laugaáss fagni samkeppni og auknu flæði fólks. Það hafi þó ekki verið upplifun hans frá fundinum í sumar þegar Hermann Erlingsson mætti fyrir hönd eigenda Laugaáss. Hermann lýsti því yfir að Laugaás væri mótfallinn öllum fjórum framkvæmdum og lagðar voru fram útskýringar á hvers vegna. Rampurinn væri ekki í lagi því óheppilegt væri að vera með aðgengi fyrir viðskiptavini að aftan þar sem vöruafhendingar til og frá veitingastaðnum eigi sér stað. Þá væri Laugaás mótfallið loftræsistokk en ástæður þess fylgdu ekki. Gaskútaskápur og sorpaðstaða fyrir aftan hús væru heldur ekki í lagi því það gæti hamlað vöruflutningum.Rampurinn mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppur sem takmarka í dag breidd akstursleiðarinnar fyrir aftan hús.Kom viðbrögðin á óvart Friðrik Weisshapel, eigandi vörumerkisins Laundromat, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. „Það sem kom mest á óvart var að kollegar okkar, veitingastaðurinn Lauga-ás sem eru nágrannar okkar þarna vilja ekki gefa okkur leyfi fyrir því sem nefnt er hér, þar með talið hjólastólaramp, það kom mér persónulega mjög á óvart,“ skrifar Friðrik. Guðmundur segir það af og frá, þrátt fyrir að fyrir liggi mótbárur fulltrúa veitingastaðarins í fundargerðinni frá 26. júlí, að veitingastaðurinn hafi ekki gefið samþykki. Guðmundur segir staðinn ekki hafa neinn rétt til þess. „Það er hjólastólarampur úti á enda, sá sami og við notum. Við getum ekki samþykkt eða hafnað, það er bara íbúanna að gera það. Okkur finnst bara æðislegt að þau séu að koma hingað.“ Umræddur rampur er á suðurenda hússins en rampurinn sem Laundromat-menn vilja setja upp er á norðurenda, hjá staðnum þeirra til að gefa gestum tækifæri á að fara þeim megin inn. Guðmundur segist sjálfur hafa reynt að fá samþykki fyrir ákveðnum hlutum fyrir Laugaás í gegnum tíðina, en ekki haft erindi sem erfiði. Töluverðar umræður hafa spunnist um málið á Facebook, annars vegar á Facebook-síðunni Laugarneshverfi og hins vegar síðunni Langholtshverfi. Sitt sýnist hverjum en þó virðist sem almenn ánægja ríki með fyrirhugaða opnun Laundromat.Guðmundur Ragnarsson, eigandi Laugarás.Visir/GVAOpnun frá 8-23 kæmi aldrei til greina Eigendur Laugaás minna í bókun sem fylgir fundargerðinni frá því í júlí á að veitingastaðurinn hafi leyfi til mun rýmri opnunartíma en veitingastaðurinn nýti. Ástæða þess sé tillitsemi við íbúa. „Að hafa opið frá 8:00 á morgnana til 23:00 á kvöldin alla daga kæmi aldrei til greina,“ segir í athugasemdum sem Guðmundur skrifar undir. Þá séu nú þegar bílastæðamál við húsið mjög erfið og dregið í efa að bílastæði sem séu við húsið dugi viðskiptavinum þriggja samliggjandi staða „Almennt séð er Laugaás ehf mjög hlynnt lifandi starfsemi í húsinu og telur aukna umferð innan vissra marka aðeins geta bætt rekstur veitingastaðarins. Engu að síður sjáum við mikla meinbugi á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru. Einnig er afar mikilvægt að sú starfsemi sem fer fram í húsinu sé í góðri sátt við íbúa þess og nágranna.“Friðrik Weisshappel er eigandi vörumerkisins Laundromat. Jóhann Friðrik á og rekur staðina á Íslandi. Myndin er tekin á Laundromat í Austurstræti árið 2011.Fjörutíu ára stokkur ekki sambærilegurJóhann Friðrik minnir á að um atvinnuhúsnæði sé að ræða. Þar hafi verið starfrækt efnalaug, með tilheyrandi búnaði, og það hljóti að vera réttur eigenda að geta verið með starfsemi í húsinu. Húsið verði lítið í sniðum, með leyfi fyrir þrjátíu manns í sætum og þar verði augljóslega ekki partýstemning. Það ætti fólk að þekkja sem hafi farið á Laundromat í Austurstræti en kaffihúsið er mikið sótt af barnafólki. Þó sé búið að leggjast í mikla vinnu við að hljóðeinangra vel, setja ull og gifs í loftið sem ekki var áður, og það hafi verið sýnt á fundinum. Viðbrögðin hafi verið skammir fyrir lætin sem fylgdu því þegar umrædd einangrun var sett upp. Þá bendir Jóhann Friðrik á að aðalástæða þess að íbúar hússins séu mótfallnir loftræstistokki sé slæm reynsla íbúa af loftræstistokki Laugaáss. Sá hafi hins vegar verið settur upp fyrir tæpum fjörutíu árum og síðan hafi tækninni fleygt fram. Nýr stokkur yrði bæði minni, þéttari og ætti ekki að skapa ónæði. Þá sé honum fyrirmunað að skilja hvernig rampur við annan tveggja innganga að nýja kaffihúsinu verði til trafala. Hann standi ekki lengra út í portið en stigi sem liggi niður í kjallara og hann hafi sýnt eigendum Laugaáss mynd því til staðfestingar frá vöruflutningum á dögunum. Þeir hafi ekki viljað breyta afstöðu sinni á nokkurn hátt. Framundan sé að boða til nýs íbúafundar þar sem til standi að kynna málin betur fyrir nágrönnunum. Gangi það engu betur verði sótt um undanþágu til borgarinnar enda sé svart á hvítu að um atvinnuhúsnæði sé að ræða, og þeir þurfi að uppfylla kröfur byggingafulltrúa. Tengdar fréttir Laundromat Reykjavík ehf. gjaldþrota Veitingastaðurinn er þó rekinn áfram með óbreyttu fyrirkomulagi af nýju félagi sem keypti reksturinn. 17. febrúar 2014 16:06 Fyrsti Laundromat staðurinn á Íslandi Það styttist í að Íslendingar geti þvegið þvott yfir rjúkandi kaffibolla því fyrsti Laundromat staðurinn opnar í Reykjavík innan skamms. 25. febrúar 2011 20:48 Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Mér finnst þetta æðislegt. Það er um að gera að fá nógu marga þarna, enda er það þannig að því fleiri veitingastaðir þeim mun fleira fólk. Þannig að það er bara frábært að fá samkeppni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, eigandi veitingastaðarins Laugaáss. Ætla mætti á orðum Guðmundar að Þvottakaffi ehf, sem hyggur á að opna kaffihúsið Laundromat í norðurenda Laugarásvegar 1, ætti ekki eftir að eiga í miklum erfiðleikum með að koma starfseminni á fót. Annað hefur komið á daginn.Fréttatíminn greindi frá því á föstudag að ekki hefði fengist framkvæmdaleyfi þar sem enn vantaði samþykki nágranna. Umræddir nágrannar eru aðrir íbúar í húsinu og sömuleiðis eigendur Laugaáss.Í marga mánuði hefur verið tilkynning um fyrirhugaða opnun Laundromat á rúðum húsnæðisins. Töf hefur orðið á opnuninni.Vísir/EyþórFjögur atriði sem tekist er á um Laugarásvegur 1 skiptist í fjórar einingar á jarðhæð og íbúðir fyrir ofan. Einingarnar á jarðhæð eru fjórar, tvær minni á hvorum enda og stærri einingar þar á milli. Hárgreiðslustofa er á suðurendanum, næst honum kemur ítalskur veitingastaður, svo Laugaás og að lokum, á norðurendanum, lítið rými þar sem áður var starfrækt efnalaug í mörg ár. Þar vill Jóhann Friðrik Haraldsson opna Laundromat kaffihús með leyfi fyrir þrjátíu gestum. Efnt var til íbúafundar þann 26. júlí síðastliðinn þar sem Jóhann og félagar vonuðust til að fá leyfi fyrir fjórum aðgerðum við húsnæðið til að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúa. 1. Ramp fyrir fatlaða að aftanverðu 2. Loftræstistokk fyrir aftan hús 3. Læstan gaskútaskáp fyrir aftan hús 4. Sorpaðstöðu fyrir aftan hús Áhyggjur íbúa í húsnæðinu snúa aðallega að opnunartímanum sem fyrirhugaður er að verði frá klukkan átta að morgni til 23 að kvöldi. Sömuleiðis verða einhverjir þeirra fyrir ónæði af loftræstistokk Laugaáss, í formi hávaða, að þeim líst ekki á uppsetningu annars stokks. Er þá um að ræða íbúa á þeim enda hússins sem kaffihúsið á að opna.Fyrirhugaður rampur sem deilt er um.Fulltrúi Laugaás mótfallinn framkvæmdumJóhann Friðrik segir í samtali við Vísi fagna því að eigendur Laugaáss fagni samkeppni og auknu flæði fólks. Það hafi þó ekki verið upplifun hans frá fundinum í sumar þegar Hermann Erlingsson mætti fyrir hönd eigenda Laugaáss. Hermann lýsti því yfir að Laugaás væri mótfallinn öllum fjórum framkvæmdum og lagðar voru fram útskýringar á hvers vegna. Rampurinn væri ekki í lagi því óheppilegt væri að vera með aðgengi fyrir viðskiptavini að aftan þar sem vöruafhendingar til og frá veitingastaðnum eigi sér stað. Þá væri Laugaás mótfallið loftræsistokk en ástæður þess fylgdu ekki. Gaskútaskápur og sorpaðstaða fyrir aftan hús væru heldur ekki í lagi því það gæti hamlað vöruflutningum.Rampurinn mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppur sem takmarka í dag breidd akstursleiðarinnar fyrir aftan hús.Kom viðbrögðin á óvart Friðrik Weisshapel, eigandi vörumerkisins Laundromat, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. „Það sem kom mest á óvart var að kollegar okkar, veitingastaðurinn Lauga-ás sem eru nágrannar okkar þarna vilja ekki gefa okkur leyfi fyrir því sem nefnt er hér, þar með talið hjólastólaramp, það kom mér persónulega mjög á óvart,“ skrifar Friðrik. Guðmundur segir það af og frá, þrátt fyrir að fyrir liggi mótbárur fulltrúa veitingastaðarins í fundargerðinni frá 26. júlí, að veitingastaðurinn hafi ekki gefið samþykki. Guðmundur segir staðinn ekki hafa neinn rétt til þess. „Það er hjólastólarampur úti á enda, sá sami og við notum. Við getum ekki samþykkt eða hafnað, það er bara íbúanna að gera það. Okkur finnst bara æðislegt að þau séu að koma hingað.“ Umræddur rampur er á suðurenda hússins en rampurinn sem Laundromat-menn vilja setja upp er á norðurenda, hjá staðnum þeirra til að gefa gestum tækifæri á að fara þeim megin inn. Guðmundur segist sjálfur hafa reynt að fá samþykki fyrir ákveðnum hlutum fyrir Laugaás í gegnum tíðina, en ekki haft erindi sem erfiði. Töluverðar umræður hafa spunnist um málið á Facebook, annars vegar á Facebook-síðunni Laugarneshverfi og hins vegar síðunni Langholtshverfi. Sitt sýnist hverjum en þó virðist sem almenn ánægja ríki með fyrirhugaða opnun Laundromat.Guðmundur Ragnarsson, eigandi Laugarás.Visir/GVAOpnun frá 8-23 kæmi aldrei til greina Eigendur Laugaás minna í bókun sem fylgir fundargerðinni frá því í júlí á að veitingastaðurinn hafi leyfi til mun rýmri opnunartíma en veitingastaðurinn nýti. Ástæða þess sé tillitsemi við íbúa. „Að hafa opið frá 8:00 á morgnana til 23:00 á kvöldin alla daga kæmi aldrei til greina,“ segir í athugasemdum sem Guðmundur skrifar undir. Þá séu nú þegar bílastæðamál við húsið mjög erfið og dregið í efa að bílastæði sem séu við húsið dugi viðskiptavinum þriggja samliggjandi staða „Almennt séð er Laugaás ehf mjög hlynnt lifandi starfsemi í húsinu og telur aukna umferð innan vissra marka aðeins geta bætt rekstur veitingastaðarins. Engu að síður sjáum við mikla meinbugi á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru. Einnig er afar mikilvægt að sú starfsemi sem fer fram í húsinu sé í góðri sátt við íbúa þess og nágranna.“Friðrik Weisshappel er eigandi vörumerkisins Laundromat. Jóhann Friðrik á og rekur staðina á Íslandi. Myndin er tekin á Laundromat í Austurstræti árið 2011.Fjörutíu ára stokkur ekki sambærilegurJóhann Friðrik minnir á að um atvinnuhúsnæði sé að ræða. Þar hafi verið starfrækt efnalaug, með tilheyrandi búnaði, og það hljóti að vera réttur eigenda að geta verið með starfsemi í húsinu. Húsið verði lítið í sniðum, með leyfi fyrir þrjátíu manns í sætum og þar verði augljóslega ekki partýstemning. Það ætti fólk að þekkja sem hafi farið á Laundromat í Austurstræti en kaffihúsið er mikið sótt af barnafólki. Þó sé búið að leggjast í mikla vinnu við að hljóðeinangra vel, setja ull og gifs í loftið sem ekki var áður, og það hafi verið sýnt á fundinum. Viðbrögðin hafi verið skammir fyrir lætin sem fylgdu því þegar umrædd einangrun var sett upp. Þá bendir Jóhann Friðrik á að aðalástæða þess að íbúar hússins séu mótfallnir loftræstistokki sé slæm reynsla íbúa af loftræstistokki Laugaáss. Sá hafi hins vegar verið settur upp fyrir tæpum fjörutíu árum og síðan hafi tækninni fleygt fram. Nýr stokkur yrði bæði minni, þéttari og ætti ekki að skapa ónæði. Þá sé honum fyrirmunað að skilja hvernig rampur við annan tveggja innganga að nýja kaffihúsinu verði til trafala. Hann standi ekki lengra út í portið en stigi sem liggi niður í kjallara og hann hafi sýnt eigendum Laugaáss mynd því til staðfestingar frá vöruflutningum á dögunum. Þeir hafi ekki viljað breyta afstöðu sinni á nokkurn hátt. Framundan sé að boða til nýs íbúafundar þar sem til standi að kynna málin betur fyrir nágrönnunum. Gangi það engu betur verði sótt um undanþágu til borgarinnar enda sé svart á hvítu að um atvinnuhúsnæði sé að ræða, og þeir þurfi að uppfylla kröfur byggingafulltrúa.
Tengdar fréttir Laundromat Reykjavík ehf. gjaldþrota Veitingastaðurinn er þó rekinn áfram með óbreyttu fyrirkomulagi af nýju félagi sem keypti reksturinn. 17. febrúar 2014 16:06 Fyrsti Laundromat staðurinn á Íslandi Það styttist í að Íslendingar geti þvegið þvott yfir rjúkandi kaffibolla því fyrsti Laundromat staðurinn opnar í Reykjavík innan skamms. 25. febrúar 2011 20:48 Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Laundromat Reykjavík ehf. gjaldþrota Veitingastaðurinn er þó rekinn áfram með óbreyttu fyrirkomulagi af nýju félagi sem keypti reksturinn. 17. febrúar 2014 16:06
Fyrsti Laundromat staðurinn á Íslandi Það styttist í að Íslendingar geti þvegið þvott yfir rjúkandi kaffibolla því fyrsti Laundromat staðurinn opnar í Reykjavík innan skamms. 25. febrúar 2011 20:48
Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05