Kári Stef og Katrín Jakobs báru af en Þorvaldur minnti á pabba Einars Áskels Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2016 15:15 Álfrún Pálsdóttir er tískuráðgjafi Vísis. vísir/ernir Oddvitar flokkanna tólf sem bjóða fram í kosningum til Alþingis mættust í umræðum í sjónvarpssal RÚV í gærkvöldi og vöru fjörugar umræður í góða tvo klukkutíma. Klæðaburður stjórnmálamanna skiptir marga máli og skapast oft á tíðum miklar umræður um tískuna á samfélagsmiðlum. Vísir fékk því Álfrúnu Pálsdóttur, ritstóra Glamour, til að fara yfir þá stjórnmálamenn sem mættu í sjónvarpssal í gærkvöld. „Klæðaburður frambjóðenda var með fjölbreyttasta móti í gær og gaman að sjá svona litríkan panel. Bæði í klæðaburði og skoðunum. Gulur, rauður og blár voru áberandi og er ég nú handviss um að það hafi ekki verið meðvitað,“ segir Álfrún Hér að neðan má lesa yfirferð hennar. Nauðsynlegt var einnig að taka út klæðaburð Kára Stefánssonar, stofnanda og framkvæmdarstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem kom við sögu í gærkvöldi þegar hann bar upp spurningar úr sal.Kári Stefánsson, Óttar, Þorvaldur og KatrínVísir/ernirKári Stefánsson: Kom eins og stormsveipur inn á skjáinn glæsilegum tvíhnepptum jakka sem greinilega var sérsaumaður á hann. Flottasti jakki kvöldsins og besta innkoman.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG: Bar af í klæðaburði meðal kvenna í gær. Smekkleg og snyrtileg án þess að fara yfir strikið og vera of til höfð. Klæddist íslenskri hönnun, skyrtu frá Farmers Market það sem slaufan var punkturinn yfir i-ið.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni: Voru greinilega að vinna með sömu litapallettuna í gær. Gult og rautt í grófum efnum samanber rauðu prjónaslaufuna og gulu tvídjakkafötin. Óttarr Proppé á þó klárlega vinninginn enda fáir sem bera tvídjakkafötin betur en hann. Einver hafði orð á því á Twitter að klæðaburður Þorvalds minnti á pabba Einars Áskels í barnabókunum vinsælu og tek ég heilshugar undir það.Benedikt, Bjarni og Helgivísir/ernirBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Helgi Helgason frá Íslensku þjóðfylkingunni: Fengu allir sama memóið um blár litur og jakkaföt væri sterkur leikur í panelumræðum. Af þessum þremur bar Bjarni af þó að svart bindi var óvænt útspil en stundum er betra að treysta á einfaldleikann. Benedikt þarf að muna næst að hneppa frá jakkanum og klúturinn var of hátíðlegt fyrir tilefnið.Inga Sæland hjá Flokki fólksins og Helga Þórðardóttir hjá Dögun: Tvær nýjar á þessum vettvangi og voru sitthvor hliðin á sama teningnum. Inga helst til of hverdagslega klædd og Helga aðeins of áberandi í gula jakkanum, en liturinn er líklega vísun í lógó Dögunar sem er blátt og gult. Það er þekkt fyrirbæri að stjórnmálamenn og konur klæði sig í liti sem eru einkennandi fyrir flokkana. Einar, Júlíus, Oddný og Sigmundur Davíðvísir/ernirEinar Brynjólfsson hjá Pírataflokknum: Talandi um að klæða sig í liti flokksins. Fjólublátt bindi og fjólublár keimur yfir skyrtunni og það fór ekki framhjá neinum að hann Einar var mættur fyrir hönd Pírata. Sem var kannski flott því fáir höfðu séð mikið til hans fyrir þennan umræðuþátt.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Júlíus Valdimarsson, hjá Húmanistaflokknum: Þessi þrjú eiga það sameiginlegt að hafa klætt sig á mjög hefðbundinn máta og lítið meira um málið að segja. Einfalt er oft gott en í svona stórum hóp er gott að skera sig út, líka þegar kemur að fatavali. Kosningar 2016 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Oddvitar flokkanna tólf sem bjóða fram í kosningum til Alþingis mættust í umræðum í sjónvarpssal RÚV í gærkvöldi og vöru fjörugar umræður í góða tvo klukkutíma. Klæðaburður stjórnmálamanna skiptir marga máli og skapast oft á tíðum miklar umræður um tískuna á samfélagsmiðlum. Vísir fékk því Álfrúnu Pálsdóttur, ritstóra Glamour, til að fara yfir þá stjórnmálamenn sem mættu í sjónvarpssal í gærkvöld. „Klæðaburður frambjóðenda var með fjölbreyttasta móti í gær og gaman að sjá svona litríkan panel. Bæði í klæðaburði og skoðunum. Gulur, rauður og blár voru áberandi og er ég nú handviss um að það hafi ekki verið meðvitað,“ segir Álfrún Hér að neðan má lesa yfirferð hennar. Nauðsynlegt var einnig að taka út klæðaburð Kára Stefánssonar, stofnanda og framkvæmdarstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem kom við sögu í gærkvöldi þegar hann bar upp spurningar úr sal.Kári Stefánsson, Óttar, Þorvaldur og KatrínVísir/ernirKári Stefánsson: Kom eins og stormsveipur inn á skjáinn glæsilegum tvíhnepptum jakka sem greinilega var sérsaumaður á hann. Flottasti jakki kvöldsins og besta innkoman.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG: Bar af í klæðaburði meðal kvenna í gær. Smekkleg og snyrtileg án þess að fara yfir strikið og vera of til höfð. Klæddist íslenskri hönnun, skyrtu frá Farmers Market það sem slaufan var punkturinn yfir i-ið.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni: Voru greinilega að vinna með sömu litapallettuna í gær. Gult og rautt í grófum efnum samanber rauðu prjónaslaufuna og gulu tvídjakkafötin. Óttarr Proppé á þó klárlega vinninginn enda fáir sem bera tvídjakkafötin betur en hann. Einver hafði orð á því á Twitter að klæðaburður Þorvalds minnti á pabba Einars Áskels í barnabókunum vinsælu og tek ég heilshugar undir það.Benedikt, Bjarni og Helgivísir/ernirBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Helgi Helgason frá Íslensku þjóðfylkingunni: Fengu allir sama memóið um blár litur og jakkaföt væri sterkur leikur í panelumræðum. Af þessum þremur bar Bjarni af þó að svart bindi var óvænt útspil en stundum er betra að treysta á einfaldleikann. Benedikt þarf að muna næst að hneppa frá jakkanum og klúturinn var of hátíðlegt fyrir tilefnið.Inga Sæland hjá Flokki fólksins og Helga Þórðardóttir hjá Dögun: Tvær nýjar á þessum vettvangi og voru sitthvor hliðin á sama teningnum. Inga helst til of hverdagslega klædd og Helga aðeins of áberandi í gula jakkanum, en liturinn er líklega vísun í lógó Dögunar sem er blátt og gult. Það er þekkt fyrirbæri að stjórnmálamenn og konur klæði sig í liti sem eru einkennandi fyrir flokkana. Einar, Júlíus, Oddný og Sigmundur Davíðvísir/ernirEinar Brynjólfsson hjá Pírataflokknum: Talandi um að klæða sig í liti flokksins. Fjólublátt bindi og fjólublár keimur yfir skyrtunni og það fór ekki framhjá neinum að hann Einar var mættur fyrir hönd Pírata. Sem var kannski flott því fáir höfðu séð mikið til hans fyrir þennan umræðuþátt.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Júlíus Valdimarsson, hjá Húmanistaflokknum: Þessi þrjú eiga það sameiginlegt að hafa klætt sig á mjög hefðbundinn máta og lítið meira um málið að segja. Einfalt er oft gott en í svona stórum hóp er gott að skera sig út, líka þegar kemur að fatavali.
Kosningar 2016 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira